Vændi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Vændi nefnast þau viðskipti þegar einhver leyfir öðrum einstaklingi að eiga við sig kynmök gegn gjaldi. Vændi er einnig haft um skipulagða atvinnustarfsemi þar sem melludólgur, hórumangari eða pútnamangari lifa á því að selja aðgang að líkama skjólstæðinga sinna, og veita þeim einhverskonar vernd og/eða húsnæði í staðinn. Kvenkyns hórumangarar ganga venjulega undir nöfnum eins og hórumamma eða mellumamma[1] og stundum líka flyðrumóðir.

Þær konur sem stunda vændi eru kallaðar ýmist vændiskonur, hórur, mellur, skækjur eða portkonur o.s.frv., og karlmaður sem selur sig konum kallast gígalói eða karlhóra. Hommaknapi er karlmaður sem selur sig öðrum karlmönnum.

Íslenskir feministar, þ.á m. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður, vilja „segja mansali stríð á hendur“ með því að banna kaup á vændi með lögum, þó bein tengsl þeirra tveggja sé ekki með öllu skýr.[2]. Viku fyrir kosningar 2009 var hegningarlögum breytt, þ.a. kaup á vændi verða framvegis refsiverð.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.