Fara í innihald

Vændi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vændislög 2019.
Grænn: Vændi löglegt og lýtur reglum.
Blár Vændi er löglegt en óskipulagt. Vændishús og hórmang er ólöglegt.
Rauður: Vændi ólöglegt.
Appelsínugulur: Ólöglegt að kaupa og fyrir 3. aðila að vera viðriðinn. Löglegt að selja.
Grár: Lýtur staðbundnum lögum.
Ljósblár: Vændi afglæpavætt.
Vændiskonur til sýnis á Meiji-tímabilinu í Japan.

Vændi nefnast þau viðskipti þegar einhver leyfir öðrum einstaklingi að eiga við sig kynmök gegn gjaldi. Vændi er einnig haft um skipulagða atvinnustarfsemi þar sem melludólgur (eða hórmangari) lifir á því að selja aðgang að líkama skjólstæðinga sinna, og veita þeim einhverskonar vernd og/eða húsnæði í staðinn.

Árið 2009 var hegningarlögum á Íslandi breytt og tók landið upp kerfi líkt og þekktist í Svíþjóð og Noregi þar sem ekki er refsivert að selja vændi, en refsivert er að kaupa vændi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.