Áskell Löve

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Áskell Löve
Fæðingardagur20. október 1916
FæðingarstaðurÍsafjörður
MakiDoris Benta Maria Löve
Dánardagur29. maí 1994
DánarstaðurSan Jose (Kalifornía, Bandaríkin)
Land (starf)Ísland, Bandaríkin
Nam viðHáskólinn í Lundi
Starfgrasafræðingur, erfðafræðingur
VerðlaunGuggenheim fellow (1963)[1]

Áskell Löve (20. október 191629. maí 1994) var íslenskur grasa- og erfðafræðingur. Rannsóknir Áskels beindust fyrst og fremst að flóru Norðurslóðar - mosum, æðplöntum og háplöntum. Hann með konu sinni Doris var fyrsti rannsakandinn sem gaf til kynna fjölda litninga fyrir hverja tegund sem vex á Íslandi.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Áskell fæddist á Ísafirði. Hann nam grasafræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð frá 1937. Hann giftist samnemanda sínum Doris Benta Maria Wahlén og unnu þau saman að flestum verkum hans. Hann lauk doktorsprófi árið 1942 í grasafræði og D.Sc. gráðu í erfðafræði árið eftir. Frá 1941 til 1945 vann hann sem rannsakandi við Háskólann í Lundi og erfðafræðingur við Háskóla Íslands.

Árið 1951 flutti hann til Norður-Ameríku þar sem hann hóf störf sem dósent í grasafræði við háskólann í Manitoba (Winnipeg). Síðan 1951 hann starfaði sem prófessor við Montreal háskóla í Kanada. Svo kómst hann í Bandaríkin og var prófessor í líffræði og formaður líffræðideildar við háskólann í Boulder (Colorado) frá 1964 til 1976. Árið 1974 neyddist Áskell til að segja af sér (líklega vegna póltískra ofsókna[2]) og síðan 1976 flytja til í San Jose (Kalifornía).

Meðal þekktra nemenda hans voru Brij Mohan Kapoor, Hugh Bollinger og Bill Weber.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Íslenzkar jurtir. 1945

Áskell var höfundur 12 bóka og yfir 1400 ritgerða. Þekktastar eru tvær bækur um Flóru Íslands, myndskreyttar af norska listamanninum Dagny Tande Lid Dagny Tande Lid (1903 - 1998):

  • Íslenskar jurtir. — 1945. Ejnar Munksgaard, Kaupmannahöfn.
  • Íslenzk ferðaflóra. — 1970. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Íslenzk ferðaflóra. — 1977. 2. útgáfa. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Flora of Iceland. — 1983. Almenna bókafélagið, Reykjavík.(Á en.)

Önnur helstu vísindarit hans:

  • Cyto-genetic studies in Rumex. // Botaniske Notiser. — 1940.(Á sæn.)
  • Études cytogénétiques géographique-systématique du Rumex subgenus Acetosella. // Botaniske Notiser. — 1941.(Á sæn.)
  • Cyto-ecological investigations on Cakile (Their Studies on the origin of the Icelandic flora). — 1947.(Á en.)
  • Studies on Bryoxiphium. — 1953.(Á en.)
  • Cytotaxonomical conspectus of the Icelandic flora. // Acta Horti Gotoburgensis. — 1956.(Á en.)
  • Origin of the Arctic flora. — 1959.(Á en.)
  • Taxonomic remarks on some American alpine plants. // University of Colorado studies. — 1965.(Á en.)

Sameiginleg vísindarit með konu sinni Doris Löve:

  • Chromosome numbers of northern plant species. — 1948.(Á en.)
  • The geobotanical significance of polyploidy: 1. Polyploidy and latitude. — 1949.(Á en.)
  • North Atlantic Biota and Their History. — 1963.(Á en.)
  • Cytotaxonomy of the Alpine Vascular Plants of Mount Washington. // University of Colorado Studies. Series in Biology, No. 24. — 1966.(Á en.)
  • Cytotaxonomical Atlas of the Slovenian Flora. — 1974.(Á en.)
  • Plant Chromosomes. — 1975.(Á en.)
  • Cytotaxonomical Atlas of the Arctic Flora. — 1975.(Á en.)
Pilosella islandica Á.Löve — Íslandsfífill er fíflategundin sem Áskell lýsti

Staðlaða höfundarstyttingin Á.Löve er notuð til að tilgreina hann sem höfund þegar vitnað er í grasafræði og um 1370 nöfn gefin út af Áskeli Löve.[3] Nokkur latnesk heiti plantna (af meira en 1370) sem hann lýsti:[4]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Áskell Löve“. https://www.gf.org/ (enska). John Simon Guggenheim Memorial Foundation. Sótt 18.02/2021.
  2. Doris Löve, née Wahlén (febrúar 1997). „Family History“ (PDF). Hunt Institute for Botanical Documentation. bls. 86-88.
  3. „Löve, Áskell (1916-1994)“. https://www.ipni.org/ (enska). International Plant Names Index. Sótt 18.02/2021.
  4. „Name author Á.Löve“. https://www.ipni.org/ (enska). International Plant Names Index. Sótt 18.02/2021.