Holger Peter Clausen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Holger Peter Clausen (1. ágúst 183129. maí 1901) var íslenskur kaupmaður og alþingismaður sem fór víða og dvaldist meðal annars um árabil í Ástralíu.

Hann var fæddur í Ólafsvík og voru foreldrar hans Hans Arreboe Clausen, etatsráð og stórkaupmaður, sonur Holgers Peter Clausen kaupmanns frá Danmörkuog Valgerðar Pétursdóttur, og kona hans Ása Óladóttir Sandholt.[1] Hann ólst upp á Íslandi til tíu ára aldurs en dvaldist með foreldrum sínum í Kaupmannahöfn frá 1841. Átján ára að aldri hélt hann til Ástralíu og vann þar við gullgröft og fleira til 1853. Hann var síðan við kaupskap í Liverpool til 1859 og í Kaupmannahöfn 1859 – 1862 og fór þá meðal annars kaupferðir til Íslands. Hann fór aftur til Ástralíu 1862 og var þar til 1870 við kaupmennsku en hélt þá til Íslands og gerðist kaupmaður í Ólafsvík og á Búðum. Árið 1879 flutti hann til Stykkishólms og var þar til 1897 en dvaldi síðan í Reykjavík til æviloka. Hann var alþingismaður Snæfellinga frá 1880 til 1885.

Hann kvæntist í Ástralíu og hét kona hans Harriott Barbara Cook. Hún lést þar og börn þeirra fjögur ólust öll upp í Ástralíu og settust þar að. Hann giftist öðru sinni 1881 Guðrúnu Þorkelsdóttur, dóttur Þorkels Eyjólfssonar prests á Staðastað og systur Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar. Á meðal barna þeirra voru Oscar Clausen rithöfundur og Arreboe Clausen, faðir Arnar og Hauks Clausen.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Niðjatal Jóns Ólafssonar Indíafara.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Æviágrip á vef Alþingis. Skoðað 7. maí 2011“.
  • „Arreboe Clausen minning. Morgunblaðið, 19. nóvember 1956“.