Fara í innihald

William Ewart Gladstone

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
William Ewart Gladstone
Gladstone árið 1892.
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
3. desember 1868 – 17. febrúar 1874
ÞjóðhöfðingiViktoría
ForveriBenjamin Disraeli
EftirmaðurBenjamin Disraeli
Í embætti
23. apríl 1880 – 9. júní 1885
ÞjóðhöfðingiViktoría
ForveriBenjamin Disraeli
EftirmaðurMarkgreifinn af Salisbury
Í embætti
1. febrúar 1886 – 20. júlí 1886
ÞjóðhöfðingiViktoría
ForveriMarkgreifinn af Salisbury
EftirmaðurMarkgreifinn af Salisbury
Í embætti
15. ágúst 1892 – 2. mars 1894
ÞjóðhöfðingiViktoría
ForveriMarkgreifinn af Salisbury
EftirmaðurJarlinn af Rosebery
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. desember 1809
Liverpool, Englandi
Látinn29. maí 1898 (88 ára) Hawarden-kastala, Wales
ÞjóðerniBreskur
StjórnmálaflokkurFrjálslyndi flokkurinn (1859–1898)
Íhaldsflokkurinn (1834–1846)
MakiCatherine Gladstone
BörnWilliam, Agnes, Stephen, Catherine, Mary, Helen, Henry, Herbert
Undirskrift

William Ewart Gladstone (29. desember 1809 – 29. maí 1898) var breskur stjórnmálamaður í Frjálslynda flokknum og þar áður í Íhaldsflokknum. Á sextíu ára stjórnmálaferli sínum var hann forsætisráðherra Bretlands fjórum sinnum (1868–74, 1880–85, febrúar–júlí 1886 og 1892–94), oftar en nokkur annar. Auk þess var hann fjármálaráðherra fjórum sinnum. Gladstone var jafnframt elsti forsætisráðherra Bretlands, en hann var 84 ára undir lok síðustu ráðherratíðar sinnar.

Gladstone gekk fyrst á breska þingið árið 1832. Í upphafi var hann á sveif með gamaldags Íhaldsmönnum og vann í ríkisstjórn Sir Roberts Peel. Eftir klofning innan Íhaldsflokksins gekk Gladstone ásamt skoðanabræðrum sínum í lið með Viggum og Róttæklingum til að stofna Frjálslynda flokkinn. Sem fjármálaráðherra beitti Gladstone sér fyrir lágum ríkisstjórnarútgjöldum og umbótum í kosningakerfinu.

Á fyrstu ráðherratíð sinni tók Gladstone að sér ýmsar umbætur, þar á meðal upplausn írsku þjóðkirjunnar og innleiðingu leynilegra kosninga. Eftir tap í þingkosningum árið 1874 sagði Gladstone af sér sem leiðtogi Frjálslynda flokksins en sneri aftur á stjórnmálasviðið árið 1876 með því að tala gegn viðbrögðum Tyrkjaveldis við búlgörsku apríluppreisninni. Kosningabarátta Gladstone árin 1879-80 er oft talin fyrsta nútímakosningaherferðin.[1][2] Eftir þingkosningarnar árið 1880 varð Gladstone forsætisráðherra í annað sinn. Á annarri ráðherratíð sinni þurfti Gladstone að taka á deilumálum í Egyptalandi og á Írlandi, þar sem ríkisstjórn hans bældi niður andóf en bætti einnig lagaréttindi írskra leigubænda.

Þegar Gladstone varð ráðherra í þriðja sinn snemma árs 1886 stakk hann upp á því að Írland fengi heimastjórn en frumvarpi hans þess efnis var hafnað á neðri deild þingsins. Úr málinu varð klofningur innan Frjálslynda flokksins sem átti eftir að halda þeim frá ríkisstjórnartaumunum nær samfellt í tuttugu ár. Árið 1892 myndaði Gladstone sína síðustu ríkisstjórn, þá 82 ára. Hann kom nýju frumvarpi um írska heimastjórn í gegn um neðri deild þingsins en henni var hafnað í lávarðadeildinni árið 1893. Gladstone sagði af sér árið 1894 til að mótmæla auknum útgjöldum til breska sjóhersins. Hann lét einnig af þingstörfum árið 1895 og lést þremur árum síðar, þá 88 ára.

Stuðningsmenn Gladstone kölluðu hann gjarnan William alþýðunnar (The People's William) eða „G.O.M.“ („Grand Old Man“ eða, samkvæmt Benjamin Disraeli, „God's Only Mistake“).[3] Gladstone er gjarnan talinn einn besti forsætisráðherra Bretlands.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Wiesner-Hanks, Merry E.; Evans, Andrew D.; Wheeler, William Bruce; Ruff, Julius (2014). Discovering the Western Past, Volume II: Since 1500. Cengage Learning. bls. 336.
  2. Price, Richard (1999). British Society 1680-1880: Dynamism, Containment and Change (enska). Cambridge University Press. bls. 289.
  3. Gardham, Duncan (12. júní 2008). „David Davis's Victorian inspiration: William Gladstone“. The Daily Telegraph. London.


Fyrirrennari:
Benjamin Disraeli
Forsætisráðherra Bretlands
(3. desember 186817. febrúar 1874)
Eftirmaður:
Benjamin Disraeli
Fyrirrennari:
Benjamin Disraeli
Forsætisráðherra Bretlands
(23. apríl 18809. júní 1885)
Eftirmaður:
Markgreifinn af Salisbury
Fyrirrennari:
Markgreifinn af Salisbury
Forsætisráðherra Bretlands
(1. febrúar 188620. júlí 1886)
Eftirmaður:
Markgreifinn af Salisbury
Fyrirrennari:
Markgreifinn af Salisbury
Forsætisráðherra Bretlands
(15. ágúst 18922. mars 1894)
Eftirmaður:
Jarlinn af Rosebery