Solingen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Solingen.

Solingen er borg í sambandsríkinu Norðurrín-Vestfalía í Þýskalandi. Hún er rétt suður af Wuppertal, 25 km austur af Düsseldorf og suður af Ruhr-svæðinu. Íbúar voru um 160.000 árið 2020. Solingen hefur verið kölluð Borg blaðanna en þar er þekkt framleiðsla á hnífum, sverðum, skærum og rakblöðum. Gamli bærinn gjöreyðilagðist í seinni heimsstyrjöld.

Müngstener-lestarbrúin sem tengir Solingen við borgina Remscheid er hæsta lestarbrú landsins eða 107 metrar.

Bergischer HC er handboltalið borgarinnar.