Harry Frankfurt
Vestræn heimspeki Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar | |
---|---|
Nafn: | Harry Gordon Frankfurt |
Fæddur: | 29. maí 1929 |
Látinn: | 16. júlí 2023 (94 ára) |
Skóli/hefð: | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu ritverk: | Demons, Dreamers, and Madmen; The Importance of What We Care about: Philosophical Essays; On Bullshit; Taking Ourselves Seriously & Getting It Right |
Helstu viðfangsefni: | siðfræði; hugspeki; athafnafræði |
Markverðar hugmyndir: | frelsi viljans; annars stigs langanir |
Harry Gordon Frankfurt (fæddur 29. maí 1929; d. 16. júlí 2023) var prófessor emeritus í heimspeki við Princeton-háskóla. Hann kenndi áður við Yale-háskóla og Rockefeller-háskóla.
Frankfurt lauk B.A.-gráðu árið 1949 og Ph.D.-gráðu árið 1954 frá Johns Hopkins-háskóla. Hann fæst einkum við siðfræði, hugspeki og athafnafræði auk rökhyggju 17. aldar. Ritgerð hans „Um kjaftæði“ (e. „On Bullshit“) frá 1986 kom út í bókarformi árið 2005 og varð metsölubók. Þar tekur greinir hann hugtakið kjaftæði (e. bullshit) heimspekilega. Árið 2006 gaf hann út bókina Um sannleika (e. On Truth) sem fjallar um áhugaleysi samfélagsins á sannleikanum.
Meðal heimspekinga var Frankfurt lengi þekktastur fyrir túlkun sína á rökhyggju Renés Descartes; fyrir kenningu sína um frelsi viljans, sem byggir á hugmynd hans um annars stigs langanir, það er að segja langanir manns til þess að hafa einhverjar tilteknar langanir (svo sem ef mann langar ekki til þess að mennta sig en langar til þess að langa það); og fyrir að þróa það sem kallast Frankfurt-gagndæmi (það er hugsunartilraunir sem eiga að sýna fram á möguleikann á aðstæðum þar sem maður hefði ekki getað breytt öðruvísi en hann gerði þrátt fyrir að innsæi okkar segi okkur eftir sem áður að hann hafi breytt af frjálsum vilja). Á síðari árum hefur Frankfurt þó hlotið athugli fyrir pælingar sínar um ást og umhyggju.
Helstu rit
[breyta | breyta frumkóða]- On Truth (2006)
- Taking Ourselves Seriously & Getting It Right (2006)
- On Bullshit (2005)
- The Reasons of Love (2004)
- Necessity, Volition, and Love (1999)
- The Importance of What We Care about: Philosophical Essays (1988)
- Demons, Dreamers, and Madmen (1970)