Sólveig Anna Jónsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sólveig Anna Jónsdóttir (f. 1975) er íslensk verkakona og aðgerðasinni. Hún var formaður íslandsdeildar Attac-samtakanna og einn hinna svokölluðu nímenninga sem ákærðir voru vegna mótmæla í Alþingishúsinu 8. desember 2008 í tengslum við búsáhaldabyltinguna. Sólveig hefur starfað síðan 2008 sem ómenntaður leikskólastarfsmaður hjá Reykjavíkurborg.

Framboð til formanns stjórnar stéttarfélagsins Eflingar[breyta | breyta frumkóða]

Sólveig tilkynnti þann 29. janúar 2018 um framboð sitt til formanns stéttarfélagsins Eflingar[1] gegn frambjóðanda uppstillingarnefndar, Ingvari Vigur Halldórssyni.[2] Fráfarandi formaður Sigurður Bessason bauð sig ekki fram til endurkjörs eftir að hafa gengt formensku í um tvo áratugi.[3] Er þetta í fyrsta skipti í tuttugu ára sögu Eflingar þar sem kosið er um formann.[4] Hingað til hefur verið sjálfkjörið í stjórn félagsins þar sem aldrei hefur áður komið fram mótframboð.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Sólveig er dóttir útvarpsþulanna fyrrverandi Jóns Múla Árnasonar og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur. Hún er gift Magnúsi Sveini Helgasyni sagnfræðingi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Gefur forystunni falleinkunn". . (ruv.is). Skoðað 30. janúar2018.
  2. „Hver er Ingvar Vigur Halldórsson?". . (Efling stéttarfélag). Skoðað 30. janúar2018.
  3. „Ný forysta í stjórn Eflingar". . (Efling stéttarfélag). Skoðað 30. janúar2018.
  4. „Sólveig og Ingvar í formannskjöri Eflingar". . (ruv.is). Skoðað 30. janúar2018.