Fara í innihald

Guttormur J. Guttormsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guttormur J. Guttormsson (21. nóvember 18781966) var vesturíslenskt skáld sem skrifaði auk þess nokkur leikrit. Foreldrar Guttorms voru Jón Guttormsson (1841-1896) og Pálína Ketilsdóttur (1849-1886) en þau fluttust til Vesturheims árið 1875 en þá var Öskjugos var nýhafið og hafís var landfastur ár eftir ár. Pálína var frá Mjóanesi í Vallnahreppi í Suður-Múlasýslu og Jón var frá Arnheiðarstöðum í Valþjófsstaðarsókn í Norður-Múlasýslu. Þessir bæir standa sinn hvorum megin við Lagarfljót. Foreldrar Guttorms dóu er hann var barn að aldri og þau munu hafa búið við kröpp kjör. Guttormur fæddist að Víðivöllum í Nýja-Íslandi og bjó lengst af á föðurleifð sinni. Hann var þrjú ár í barnaskóla en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Hann var eitt af helstu skáldum vestur-íslenskum á tuttugustu öld, ásamt Stephan G. Stephansson og Káinn.

Kvæði hans birtust fyrst í íslenskum vikublöðunum í Kanada, en fyrsta bók hans kom út í Winnipeg árið 1909 og nefndist Jón Austfirðingur.

Heildarútgáfa af ljóðum hans kom út í Reykjavík árið 1947 og nefndist Kvæðasafn. Guttormur fékkst einnig við leikritaskrif og komu út eftir hann í Reykjavík árið 1930, og nefndist bókin: Tíu leikrit.

Verk Guttorms

[breyta | breyta frumkóða]

Verk Guttorms

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.