Guttormur J. Guttormsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Guttormur J. Guttormsson (21. nóvember 18781966) var vesturíslenskt skáld sem skrifaði auk þess nokkur leikrit. Foreldrar Guttorms voru Jón Guttormsson (1841-1896) og Pálína Ketilsdóttur (1849-1886) en þau fluttust til Vesturheims árið 1875 en þá var Öskjugos var nýhafið og hafís var landfastur ár eftir ár. Pálína var frá Mjóanesi í Vallnahreppi í Suður-Múlasýslu og Jón var frá Arnheiðarstöðum í Valþjófsstaðarsókn í Norður-Múlasýslu. Þessir bæir standa sinn hvorum megin við Lagarfljót. Foreldrar Guttorms dóu er hann var barn að aldri og þau munu hafa búið við kröpp kjör. Guttormur fæddist að Víðivöllum í Nýja-Íslandi og bjó lengst af á föðurleifð sinni. Hann var þrjú ár í barnaskóla en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Hann var eitt af helstu skáldum vestur-íslenskum á tuttugustu öld, ásamt Stephan G. Stephansson og Káinn.

Kvæði hans birtust fyrst í íslenskum vikublöðunum í Kanada, en fyrsta bók hans kom út í Winnipeg árið 1909 og nefndist Jón Austfirðingur.

Heildarútgáfa af ljóðum hans kom út í Reykjavík árið 1947 og nefndist Kvæðasafn. Guttormur fékkst einnig við leikritaskrif og komu út eftir hann í Reykjavík árið 1930, og nefndist bókin: Tíu leikrit.

Verk Guttorms[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Verk Guttorms

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.