Fara í innihald

Arnljótur Ólafsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Arnljótur Ólafsson

Arnljótur Ólafsson (fæddur á Auðólfsstöðum í Langadal 21. nóvember 1823, dáinn 29. október 1904) var íslenskur hagfræðingur, prestur og stjórnmálamaður.

Arnljótur lauk stúdentsprófi 1851 og las hagfræði við Kaupmannahafnarháskóla í nokkur ár án þess að ljúka prófi. Í Kaupmannahöfn var hann ritstjóri Skírnis á árunum 1853 og 1855-60 og einkakennari sonar Blixen-Finecke baróns. Arnljótur lauk guðfræðiprófi frá Prestaskólanum árið 1863 og var prestur á Bægisá árin 186389 og á Sauðanesi frá 1889 til æviloka.

Árið 1880 gaf hann út bókina Auðfræði, þá fyrstu á Íslandi um hagfræði.

Þingstörf

[breyta | breyta frumkóða]

Kosinn Alþingismaður Norður Þingeyinga árið 1900, en kom ekki til þings 1901 vegna veikinda.


Fyrirrennari:
Jón Guðmundsson
Ritstjóri Skírnis
(18531853)
Eftirmaður:
Sveinn Skúlason
Fyrirrennari:
Sveinn Skúlason
Ritstjóri Skírnis
(18551860)
Eftirmaður:
Guðbrandur Vigfússon


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.