Evrópa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myndin sýnir staðsetningu Evrópu

Evrópa eða Norðurálfa er ein af sjö heimsálfum jarðarinnar. Frekar mætti kannski kalla álfuna menningarsvæði heldur en ákveðna staðháttafræðilega heild, sem leiðir til ágreinings um landamæri hennar. Evrópa er, sem heimsálfa, á miklum skaga vestur úr Asíu (Evrópuskaganum) og myndar með henni Evrasíu.

Landamæri Evrópu eru náttúruleg að mestu leyti. Þau liggja um Norður-Íshaf í norðri, Atlantshaf í vestri (að Íslandi meðtöldu), um Miðjarðarhaf, Dardanellasund og Bospórussund í suðri og eru svo yfirleitt talin liggja um Úralfjöll í austri. Flestir telja Kákasusfjöll einnig afmarka Evrópu í suðri og Kaspíahaf í suðaustri.

Evrópa er næstminnsta heimsálfan að flatarmáli, en hún er um 10.180.000 ferkílómetrar eða 2,0 % af yfirborði jarðarinnar. Hvað varðar íbúafjölda er Evrópa þriðja fjölmennasta heimsálfan, á eftir Asíu og Afríku. Í henni búa fleiri en 740.000.000 manna (2011). Það eru 12 % af íbúafjölda heimsins.

Evrópusambandið (ESB) er stærsta stjórnmálalega og efnahagslega eining álfunnar en því tilheyra 27 aðildarríki. Næststærsta einingin er Rússland.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Evrópa og nautið eftir Gustave Moreau, 1869

Í grískri goðafræði var Evrópa afburða fögur fönikísk prinsessa. Seifur brá sér í nautslíki og nam hana á brott til Krítar, þar sem hún fæddi Mínos en hann var að hluta maður og að hluta naut. Í huga Hómers var Evrópa (Gríska: Ευρωπη) hin goðsagnalega drottning Krítar en ekki landfræðilegt hugtak. Seinna stóð Evrópa fyrir meginland Grikklands og um árið 500 f.Kr. var merking orðsins orðin víðari og átti nú einnig við um landsvæðið fyrir norðan.

Gríska hugtakið Evrópa er komið úr grísku orðunum eurys (breiður) og ops (andlit), þar sem „breiður“ er líking við móður jörð í hinum endurreistu forn-indóevrópsku trúarbrögðum. Sumir telja hins vegar að merking hugtaksins hafi afmyndast á þann hátt að það hafi komið úr semitísku orði eins og hinu akkadíska erebu sem þýðir „sólarlag“. Frá Mið-Austurlöndum séð sest sólin yfir Evrópu, í vestri. Eins telja margir orðið Asía hafa öðlast merkingu sína úr semitísku orði eins og hinu akkadíska asu, sem þýðir sólarupprás, en Asía er einmitt í austri frá Mið-Austurlöndum.

Meirihluti tungumála heimsins nota orð skyld „Europa“ um heimsálfuna — aðalundantekningin er hið kínverska 欧洲 (Ōuzhōu) en uppruni þess er óljós.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Uppruni vestrænnar menningar, lýðræðis og einstaklingshyggju er oft rakinn til Forn-Grikklands. Aðrir áhrifavaldar, til dæmis kristni, hafa eflaust einnig haft áhrif á vestræn gildi eins og jafnréttisstefnu og réttarríkið.

Eftir fall rómverska stórveldisins gekk langt breytingaskeið yfir Evrópu með þjóðflutningunum. Það skeið er þekkt sem miðaldirnar eða „hinar myrku miðaldir“ eins og þær voru gjarnan kallaðar á endurreisnartímanum enda litu menn á þær sem hnignunarskeið. Afskekkt klaustursamfélög á Írlandi og víðar vernduðu og skráðu skrifaða þekkingu sem áður hafði safnast saman.

Undir lok 8. aldar var Hið heilaga rómverska ríki stofnað sem eins konar arftaki Vest-rómverska ríkisins en var í raun laustengt samband ýmissa smáríkja í Mið-Evrópu. Austurhluti Rómaveldis varð Austrómverska ríkið, með Konstantínópel (Býzantíon, síðar Istanbúl) sem höfuðborg. Árið 1453, þegar Ottómanveldið yfirtók Konstantínópel, riðaði Austrómverska ríkið til falls.

Endurreisnin og nýju konungsdæmin á 15. öld mörkuðu upphaf tímabils rannsókna, uppgötvana og meiri vísindalegrar þekkingar. Þá hóf Portúgal og skömmu síðar Spánn landvinningana. Síðar fylgdu Frakkland, Holland og Bretland í fótspor þeirra. Með nýlendustefnunni byggðu þessi lönd upp víðfeðm nýlenduveldi í Afríku, Suður- og Norður-Ameríku og Asíu.

Eftir landvinningana miklu tók lýðræðisleg hugsun við í Evrópu. Barátta gegn einræði varð meiri, sérstaklega í Frakklandi í Frönsku byltingunni. Þetta leiddi til gríðarlegra umbrota í Evrópu meðan þessar byltingakenndu hugmyndir og hugsjónir breiddust út um álfuna. Lýðræði leiddi til aukinnar spennu í Evrópu ofan á þá spennu sem fyrir var vegna samkeppninnar við nýja heiminn. Frægustu átökin urðu þegar Napóleon Bónaparte komst til valda og hóf að hertaka nálæg lönd, og byggði þannig upp nýtt franskt stórveldi, sem þó féll skömmu seinna. Eftir þessa landvinninga varð Evrópa aftur stöðug, en byrjað var að hrikta í gömlu undirstöðunni.

Evrópufáninn, fáni Evrópusambandsins.

Iðnbyltingin hófst í Bretlandi seint á 18. öld, en með henni dró úr mikilvægi landbúnaðar, almenn hagsæld jókst og fólki fjölgaði. Mörg af ríkjunum í Evrópu komust í núverandi form eftir fyrri heimsstyrjöldina. Frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og fram til þess að kalda stríðinu lauk skiptist Evrópa í tvær pólitískar og efnahagslegar blokkir: kommúnistaríki í Austur-Evrópu (Tyrkland og Grikkland eru undantekningar), sem byggðu á áætlunarbúskap, og kapítalistaríki í Suður- og Vestur-Evrópu, sem byggðust á markaðshagkerfi. Um árið 1990 féll Berlínarmúrinn og með honum Járntjaldið og Sovétríkin liðuðust í sundur.

Frá lokum seinni heimsstyrjaldar hefur samstarf evrópskra ríkja verið einkennandi fyrir álfuna og hefur breiðst til Austur-Evrópu eftir kalda stríðið. Evrópubandalagið og síðar Evrópusambandið er bandalag 27 ríkja um samvinnu á ýmsum sviðum. Það hefur þróast úr friðar- og efnahagssamstarfi í einingu sem svipar til ríkjabandalags. NATO hefur líka stækkað frá enda kalda stríðsins og mörg austur-evrópsk ríki hafa gengið í það.

Staðhættir og landamörk[breyta | breyta frumkóða]

Fjallið Matterhorn í Ölpunum

Landfræðilega er Evrópa vestasti hluti mun stærra landflæmis sem kallast Evrasía. Heimsálfan byrjar við Úralfjöll í Rússlandi, sem skilgreina austurmörk álfunnar við Asíu. Suðausturmörkin eru ekki staðfest. Úralfjöll eða Emba-fljót eru bæði mögulegir kostir. Mörkin halda áfram yfir Kaspíahaf, Kákasus-fjöll (eða Kura-fljót) og um Svartahafið, gegnum Bospórussund, Marmarahafið og Dardanellasund og út í Eyjahaf en þar gilda landamæri Tyrklands og Grikklands. Mörkin halda svo áfram um Miðjarðarhaf í suðri, N-Atlantshafið í vestri (Ísland er á mörkum Evrópu) og um N-Íshafið í norðri.

Vegna pótitísks og menningarlegs mismunar eru til margar lýsingar á mörkum Evrópu. Sumir telja ákveðin svæði ekki í Evrópu en aðrir telja þau í henni. Til dæmis telja landafræðingar frá Rússlandi og öðrum fyrrum sovétlöndum að Úralfjöllin séu í Evrópu en Kákasus-svæðið í Asíu.

Önnur notkun á orðinu Evrópa er stytting fyrir Evrópusambandið og meðlimi þess og nokkur önnur ríki sem eru talin ætla sér að ganga í sambandið í framtíðinni. Þessi skilgreining á hins vegar ekki við um lönd utan sambandsins, t.d. Noreg, Sviss og Ísland.

Staðhættir[breyta | breyta frumkóða]

Hæðarmunur í Evrópu getur verið mjög mikill á milli tiltölulega lítilla svæða. Suður-Evrópa er fjalllendari en í norðurátt lækkar landið frá háum fjallgörðum eins og Ölpunum, Pýreneafjöllum og Karpatafjöllum og breytist úr hálendu fjallsvæði í hæðir og hóla og loks í láglendar og frjósamar sléttur í norðri og sömuleiðis í austri þar sem þær eru mjög stórar. Þetta risavaxna láglendi er þekkt sem evrópska sléttan og hjarta þess er í norður-þýsku sléttunni. Í Norðvestur-Evrópu liggur langur fjallgarður, frá Bretlandseyjum og um ögrum skorinn Skandinavíuskagann norður til Kólaskaga. Helstu ám í Evrópu má skipta í tvo flokka, annars vegar straumhörð fljót sem koma úr fjallgörðum, t.d. Dóná, Rín og Rón, og hins vegar lygn fljót sem aðallega má finna á hinum miklu sléttum austar í álfunni eins og Volga, Dnépr og Don.

Þetta er einfölduð lýsing. Svæði eins og Íberíuskaginn og Ítalía hafa hvert sína eigin flóknu landfræðieiginleika, eins og meginland Evrópu. Þar er að finna margar hásléttur, árdali og víðáttumikla dali sem ekki fylgja aðalstefnunni. Ísland og Bretlandseyjar eru sérstök tilfelli. Ísland myndaðist fyrir tilstilli flekamóta N-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans. Bretland var eitt sinn tengt meginlandinu en vegna hækkandi sjávarstöðu myndaðist Ermarsundið milli þess og meginlandsins.

Lönd[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi er kort af Evrópu og þau lönd sem henni tilheyra.

Vennmynd sem sýnir skiptingu yfirþjóðlegra samtaka innan Evrópu


Listi yfir lönd[breyta | breyta frumkóða]

Evrópu
Land Fáni Höfuðborg
Albanía Flag of Albania.svg Tírana
Andorra Flag of Andorra.svg Andorra la Vella
Armenía Flag of Armenia.svg Jerevan
Austurríki Flag of Austria.svg Vínarborg
Aserbaísjan Flag of Azerbaijan.svg Bakú
Hvíta-Rússland Flag of Belarus.svg Minsk
Belgía Flag of Belgium.svg Brussel
Bosnía og Hersegóvína Flag of Bosnia and Herzegovina.svg Sarajevó
Búlgaría Flag of Bulgaria.svg Sófía
Króatía Flag of Croatia.svg Zagreb
Kýpur Flag of Cyprus.svg Nikósía
Tékkland Flag of the Czech Republic.svg Prag
Danmörk Flag of Denmark.svg Kaupmannahöfn
Eistland Flag of Estonia.svg Tallinn
Finnland Flag of Finland.svg Helsinki
Frakkland Flag of France (1794–1815, 1830–1974, 2020–present).svg París
Georgía Flag of Georgia.svg Tíblisi
Þýskaland Flag of Germany.svg Berlín
Grikkland Flag of Greece.svg Aþena
Ungverjaland Flag of Hungary.svg Búdapest
Ísland Flag of Iceland.svg Reykjavík
Írland Flag of Ireland.svg Dyflinn
Ítalía Flag of Italy.svg Róm
Kasakstan Flag of Kazakhstan.svg Astana
Lettland Flag of Latvia.svg Ríga
Liechtenstein Flag of Liechtenstein.svg Vaduz
Litháen Flag of Lithuania.svg Vilníus
Lúxemborg Flag of Luxembourg.svg Lúxemborg
Malta Flag of Malta.svg Valletta
Moldóva Flag of Moldova.svg Kisínev
Mónakó Flag of Monaco.svg Mónakó
Svartfjallaland Flag of Montenegro.svg Podgorica
Holland Flag of the Netherlands.svg Amsterdam
Norður-Makedónía Flag of North Macedonia.svg Skopje
Noregur Flag of Norway.svg Osló
Pólland Flag of Poland.svg Varsjá
Portúgal Flag of Portugal.svg Lissabon
Rúmenía Flag of Romania.svg Búkarest
Rússland Flag of Russia.svg Moskva
San Marínó Flag of San Marino.svg San Marínó
Serbía Flag of Serbia.svg Belgrad
Slóvakía Flag of Slovakia.svg Bratislava
Slóvenía Flag of Slovenia.svg Ljúbljana
Spánn Flag of Spain.svg Madríd
Svíþjóð Flag of Sweden.svg Stokkhólmur
Sviss Flag of Switzerland (Pantone).svg Bern
Tyrkland Flag of Turkey.svg Ankara
Úkraína Flag of Ukraine.svg Kænugarður
Bretland Flag of the United Kingdom (1-2).svg London
Vatíkanið Flag of the Vatican City.svg Vatíkanið
Lönd með takmarkaða viðurkenningu.
Land Fáni Höfuðborg
Abkasía Flag of the Republic of Abkhazia.svg Súkúmí
Artsak-lýðveldið Flag of Artsakh.svg Stepanakert
Kósovó Flag of Kosovo.svg Pristína
Norður-Kýpur Flag of the Turkish Republic of Northern Cyprus.svg Norður-Nikósía
Suður-Ossetía Flag of South Ossetia.svg Tsinkval
Transnistría Flag of Transnistria (state).svg Tíraspol

Menning[breyta | breyta frumkóða]

Segja má að menning Evrópu sé sambland af menningu ýmissa smærri svæða sem skarast. Greina má merki blandaðrar menningar um heimsálfuna þvera og endilanga. Spurningin um sameiginlega menningu Evrópu eða evrópska kjarnamenningu er því flókin.

Grunninn að evrópskri menningu er að finna í menningu, sögu og bókmenntum Forngrikkja og Rómverja. Við þennan grunn bættist svo kristni, sem varð ríkjandi trú og mótaði heimsmynd Evrópumanna frá síðfornöld og upp gegnum miðaldir. Endurreisnin á 15. öld og siðaskiptin höfðu áhrif úti um alla Evrópu, eins og upplýsingin á 18. öld.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist