1694
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1694 (MDCXCIV í rómverskum tölum) var 94. ár 17. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]- Sumarið - Franskt herskip rændi tvær enskar duggur í höfninni á Vatneyri (Patreksfirði).
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 25. apríl - Magnús Jónsson, lögmaður (f. 1642).
- 10. júní - Kristín Gísladóttir, biskupsfrú á Hólum, kona Þorláks Skúlasonar (f. 1610).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 5. febrúar- Hollenska skipið Ridderschap van Holland sem hélt frá Góðravonarhöfða til Indónesíu, týndist og var talið af. Um 300 létust.
- 6. febrúar - Palmares-byggðinni, afrískri þrælabyggð í Brasilíu, var eytt af portúgölsku stórskotaliði.
- 25. febrúar - Breska þrælaskipið Hannibal kom til Barbados eftir háskaför en um helmingur 700 þræla hafði látist á leiðinni.
- 13. apríl - Vesúvíus gaus og náði aska til suður-Ítalíu.
- 27. maí - Níu ára stríðið: Frakkar unnu Spánverja nálægt Girona í orrustunni við Torroella. Spánverjar misstu 3.000 menn en Frakkar 500.
- 29. júní - Jean Bart, sjóliðsforingi fyrir Frakka, leiddi í sjóbardaga við hollensku eyjuna Texel. Frakkar náðu að endurheimta þrjú frönsk skip sem voru hertekin af Hollendingum.
- 27. júlí - Englandsbanki var stofnaður til að afla lánsfjár fyrir stríðsreksturinn gegn Frökkum.
- 24. ágúst - Fyrsta opinbera franska orðabókin var gefin út.
- 5. september - Meira en helmingur af borginni Warwick á Englandi eyddist í eldi.
- 8. september - Irpinia–Basilicata-jarðskjálftinn varð í Konungsríkinu Napólí. Yfir 6.000 létust.
- 27. september - 3.000 létust í fellibyl við Barbados og 27 bresk skip sukku.
- 23. október - Bretum mistókst að ná yfirráðum yfir Quebec fra Frökkum.
- Búddíska konungsríkið Lan Xang (í nútíma Laos) lagðist af.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 4. júní - François Quesnay, franskur hagfræðingur (d. 1774).
- 8. ágúst - Francis Hutcheson, skosk-írskur heimspekingur (d. 1746).
- 25. september - Henry Pelham, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Bretlands. (d. 1754)
- 21. nóvember - François-Marie Arouet, betur þekktur sem franski heimspekingurinn Voltaire, (d. 1778).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 8. ágúst - Antoine Arnauld, franskur guðfræðingur, heimspekingur og stærðfræðingur (f. 1612).
- 28. nóvember - Matsuo Bashō, japanskt skáld (f. 1644).
- 29. nóvember - Marcello Malpighi, ítalskur læknir (f. 1628).
- 2. desember - Pierre Paul Puget, franskur listamaður (f. 1622).
- 28. desember - María 2. Englandsdrottning lést úr bólusótt (f. 1662).