Kreppan í Úkraínu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Petró Pórósjenkó talar fyrir Evrómajdan árið 2013

Þann 21. nóvember 2013 hófst áframhaldandi kreppa í Úkraínu þegar þáverandi forseti landsins Viktor Janúkóvitsj frestaði undirbúningsvinnu á samningi við Evrópusambandið um efnahagslegt samstarf. Hópur andstæðinga við þessari ákvörðun, þekktur sem Evrómajdan, byrjaði að mótmæla í verulegum mæli. Eftir nokkurra mánuða mótmæli var Janúkóvitsj komið frá völdum af mótmælendunum þann 22. febrúar 2014, þegar hann flúði Kíev, höfuðborg Úkraínu. Flótta fyrrverandi forsetans fylgdi ókyrrðartími í austur- og suðurhéröðum Úkraínu, þar sem merihlutinn er rússneskumælandi. Þar voru líka helstu stuðningsmenn Janúkóvitsj. Svo var stjórnmálakreppa á Krímskaga sem Rússland gerði tilkall til þann 18. mars. Því næst hefur ókyrrð sem var í Donetsk og Lúhansk breyst í stríð á milli ríkisstjórnar Úkraínu eftir byltinguna og uppreisnarmanna sem styðja Rússland.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.