Kíribatí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Republic of Kiribati
Fáni Kíribatí Skjaldamerki Kíribatí
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„Te Mauri, Te Raoi ao Te Tabomoa“
Þjóðsöngur:
Teirake Kaini Kiribati
Staðsetning Kíribatí
Höfuðborg Suður-Tarawa
Opinbert tungumál gilbertíska og enska
Stjórnarfar Lýðveldi
Taneti Maamau
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 12. júlí 1979 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
170. sæti
811 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2015)
 - Þéttleiki byggðar
179. sæti
110.136
152/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2011
0,599 millj. dala (180. sæti)
5.721 dalir (112. sæti)
VÞL (2014) Dark Green Arrow Up.svg 0.590 (137. sæti)
Gjaldmiðill ástralskur dalur (AUD)
Tímabelti UTC+12 +13 +14
Þjóðarlén .ki
Landsnúmer 686

Kíribatí er eyríki í Suður-Kyrrahafi. Því tilheyra um 32 baugeyjar og ein kóraleyja sem eru dreifðar um 3.500.000 ferkílómetra svæði nálægt miðbaug, rétt við daglínu. Kíribatí (borið fram /kiribas/) er gilbertísk umritun á „Gilberts“, en eyjarnar voru áður hluti Gilbertseyja. Höfuðborg Kíribatí, Suður-Tarawa, stendur á nokkrum hólmum í Tarawa-eyjaklasanum sem tengjast með vegbrúm. Kíribatí er eitt af fátækustu ríkjum heims. Helstu útflutningsvörur eyjanna eru þurrkaður kókoshnetukjarni og fiskur.

Kíribatí var byggð Míkrónesum á bilinu frá 3000 f.Kr. til 1300 e.Kr. Eyjarnar voru ekki einangraðar og urðu fyrir menningaráhrifum frá Pólýnesíu og Melanesíu. Fyrstu Evrópumennirnir komu til eyjanna á 16. öld og þær voru undir yfirráðum Spánverja frá 1525 til 1885. Í byrjun 19. aldar komu hvalveiðimenn til eyjanna og fyrstu bresku landnemarnir settust þar að 1837. Árið 1892 samþykktu íbúar eyjanna að gera þær að bresku verndarsvæði. Árið 1916 urðu þær hluti af nýlendunni Gilberts- og Elliseyjar. Japanir lögðu eyjarnar undir sig í síðari heimsstyrjöld og orrustan um Tarawa var ein blóðugasta orrusta Kyrrahafsstríðsins milli Bandaríkjanna og Japan. Kíribatí fékk sérstaka heimastjórn árið 1975. Árið 1978 urðu Elliseyjar sjálfstæðar sem Túvalú og árið eftir fengu Gilbertseyjar sjálfstæði sem Kíribatí. Það nafn var valið fremur en Gilbertseyjar þar sem ríkið náði yfir Banaba, Línueyjar og Fönixeyjar sem aldrei voru hluti Gilbertseyja. Stjórn eyjanna ákvað 1995 að flytja daglínuna langt austur svo Línueyjar væru sömu megin við hana og hinar eyjarnar. Kíribatí varð þannig fyrst landa til að heilsa nýju árþúsundi, sem dró marga ferðamenn til eyjanna.

Kíribatí er eitt af þeim ríkjum heims sem eru í mestri hættu vegna hækkandi sjávarstöðu af völdum hnattrænnar hlýnunar. Forseti eyjanna hefur talað um að íbúar eyjanna muni neyðast til að flytja annað þegar fram líða stundir.

Heiti[breyta | breyta frumkóða]

Heitið Kíribatí var tekið upp þegar eyjarnar fengu sjálfstæði 1979. Það byggist á framburði eyjarskeggja á orðinu Gilberts. Þær draga þannig nafn af Gilbertseyjum sem eru meginhluti eyjaklasans og voru nefndar eftir breska landkönnuðinum Thomas Gilbert. Hann kom auga á margar eyjarnar 1788 þegar hann kortlagði sjóleiðina frá Port Jackson í Ástralíu til Kanton í Kína.

Nafnið Gilbertseyjar kemur fyrst fram á kortum sem rússneski aðmírállinn Adam Johann von Krusenstern og franski skipstjórinn Louis Duperrey gerðu 1820. Eyjarnar voru oft kallaðar Kingsmills á 19. öld en smám saman varð heitið Gilbertseyjar ofaná. Gilberts- og Elliseyjar voru bresk nýlenda frá 1916 sem urðu sjálfstæðu ríkin Kíribatí og Túvalú á 8. áratug 20. aldar.

Í gilbertísku er heitið borið fram Kiribas.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.