Fara í innihald

Niels Ryberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Niels Ryberg (t.v.) ásamt syni hans Johan Christian Ryberg og konu hans Engelke. Málverk eftir Jens Juel.

Niels Ryberg (f. 14. september 1725, d. 29. ágúst 1804) var danskur stórkaupmaður.

Niels var kominn af fátæku bændafólki á Norður-Jótlandi. Hann lærði um verslun og viðskipti hjá frænda sínum í Álaborg og flutti til Kaupmannahafnar 1750. Hann var frumkvöðull á sviði tryggingasölu og rak fyrirtæki undir eigin nafni frá 1756. Hann kom að rekstri Asíuverslunarinnar (d. Asiatisk Kompagni) og Indíafélagsins. Hann var ráðinn forstjóri Konungsverslunarinnar, sem tók við af Hörmangarafélaginu, í janúar 1760 og gegndi því starfi í fjögur ár, til 1764. Í bók sinni, Upp er boðið Ísaland segir sagnfræðingurinn Gísli Gunnarsson: „Enginn einstaklingur, sem starfaði við Íslandsverslunina á 18. öld, hafði eins mikil áhrif á gang hennar og Niels Ryberg.“ [1] Ásamt því að sjá um Íslandsverslunina sá Niels einnig um Finnmerkurverslunina.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Upp er boðið Ísaland. Gísli Gunnarsson. Bls 163