John Seymour
Útlit
John Seymour (12. júní 1914 – 14. september 2004) var enskur búfræðingur sem hafði mikil áhrif á sjálfsþurftarhreyfinguna með skrifum sínum og sjónvarpsþáttum á 7., 8. og 9. áratug 20. aldar. Eftir háskólanám í Bretlandi fór hann til Afríku þar sem hann vann meðal annars á býlum, skipum og í námu. Eftir síðari heimsstyrjöld hóf hann störf fyrir BBC Home Service (síðar Radio 4) og ferðaðist á þeirra vegum um Indland. Á 6. áratugnum hóf hann smábúskap á tveimur hekturum lands í Suffolk. Síðar flutti fjölskyldan á býli í Wales.
Meðal þekktustu verka hans eru Sailing Through England (1954), The Fat of the Land (1961), The Complete Book of Self-Sufficiency (1976) og The Self-Sufficient Gardener (1978).