Vestfjarðagöng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Vestfjarðagöng eru þríarma jarðgöng undir Botnsheiði og Breiðadalsheiði milli Ísafjarðar, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar á Vestfjörðum. Göngin tengja saman byggð á Ísafirði, Suðureyri og Flateyri. Göngin voru vígð 14. september 1996. Þau eru 9.120 m og voru lengstu jarðgöng á Íslandi þar til Héðinsfjarðargöngin voru opnuð. Tungudalsleggur (sem liggur frá Skutulsfirði) er um 2.000 m langur, Breiðadalsleggur (sem liggur frá Önundarfirði) er um 4.000 m og Botnsdalsleggur (sem liggur frá Súgandafirði) er um 3.000 m.

Göngin eru tvíbreið á um 2000 m kafla en annars einbreið með útskotum. Göngin voru byggð á árunum 1991 – 1996. Mikið vatnsmagn kom upp í göngunum og tafði það byggingu ganganna. Vatn í göngunum er nú nýtt af vatnsveitu Ísafjarðarbæjar og afrennslisvatnið í göngunum hefur verið virkjað í Tungudalsvirkjun. Neysluvatn fyrir Ísafjörð og Hnífsdal kemur úr jarðgöngunum og er meðalnotkun um 150 lítrar á sekúndu. Afrennsli ganganna eftir vatnstöku vatnsveitu er á bilinu 500 til 700 lítrar á sekúndu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]