Fara í innihald

Arthur Wellesley, hertogi af Wellington

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Arthur Wellesley)
Hertoginn af Wellington
Hertoginn af Wellington eftir Thomas Lawrence, málað stuttu eftir orrustuna við Waterloo.
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
22. janúar 1828 – 16. nóvember 1830
ÞjóðhöfðingiGeorg 4.
Vilhjálmur 4.
ForveriVísigreifinn af Goderich
EftirmaðurJarlinn af Grey
Í embætti
14. nóvember 1834 – 10. desember 1834
ÞjóðhöfðingiVilhjálmur 4.
ForveriVísigreifinn af Melbourne
EftirmaðurRobert Peel
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. maí 1769
Dublin, Írlandi
Látinn14. september 1852 (83 ára) Walmer-kastali, Kent, Englandi
StjórnmálaflokkurÍhaldsflokkurinn
MakiCatherine Pakenham (g. 1806; d. 1831)
BörnArthur Wellesley, annar hertoginn af Wellington Charles Wellesley lávarður
StarfHerforingi, stjórnmálamaður
Þekktur fyrirAð sigra Napóleon í orrustunni við Waterloo.
Undirskrift

Arthur Wellesley, fyrsti hertoginn af Wellington (1. maí 1769 – 14. september 1852) var ensk-írskur herforingi og stjórnmálamaður sem var einn helsti hernaðar- og stjórnmálaleiðtogi Breta á 19. öld. Sigur hans gegn Napóleon Bónaparte í orrustunni við Waterloo árið 1815 gerði hann að einni af helstu stríðshetjum Bretlands.

Wellesley fæddist í Dublin inn í ríka landeignarætt af mótmælendatrú. Hann gekk í breska herinn árið 1787 og var aðstoðarmaður tveggja landstjóra Írlands í röð. Hann varð einnig þingmaður á neðri deild írska þingsins. Hann varð ofursti árið 1796 og tók þátt í herferð Breta til Hollands og Indlands, þar sem hann barðist í umsátri Breta við Seringapatam árið 1799. Hann varð landstjóri Seringapatam og Mysore sama ár og vann fullnaðarsigur gegn Marattaveldinu í orrustu við Assaye árið 1803.

Wellesley reis til hæstu metorða í stríði Breta við Frakka á Íberíuskaga í Napóleonsstyrjöldunum og varð hermarskálkur eftir að hafa leitt Breta og bandamenn þeirra til sigurs gegn Frökkum í orrustu við Vitoria árið 1813. Eftir að Napóleon var sendur í útlegð árið 1814 varð Wellesley sendiherra Breta í Frakklandi og var gerður að hertoga. Þegar Napóleon sneri aftur til valda árið eftir tók Wellesley við stjórn bandamannahersins sem, ásamt Prússaher undir stjórn Blüchers herforingja, sigraði Napóleon við Waterloo. Wellesley tók þátt í um sextíu orrustum á hernaðarferli sínum.

Wellington er frægur fyrir varnarhertækni sína en með henni tókst honum að vinna marga sigra gegn fjölmennari andstæðingum. Hann er talinn með bestu herforingjum allra tíma og herbrögð hans og áætlanir eru enn kennd í herskólum um allan heim.

Eftir að herferli hans lauk sneri Wellington sér aftur að stjórnmálum. Hann var tvisvar forsætisráðherra Bretlands fyrir Íhaldsflokkinn: Frá 1828 til 1830 og í tæpan mánuð árið 1834. Á ráðherratíð hans var breskum kaþólikkum veitt aukin réttindi en Wellington barðist hins vegar gegn því að umbótum yrði komið á í kosningakerfi Englands og Wales. Wellington varð áfram einn mikilvægasti meðlimur lávarðadeildar þingsins þar til hann settist í helgan stein og var áfram æðsti herforingi breska hersins til dauðadags.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Vísigreifinn af Goderich
Forsætisráðherra Bretlands
(22. janúar 182816. nóvember 1830)
Eftirmaður:
Jarlinn af Grey
Fyrirrennari:
Vísigreifinn af Melbourne
Forsætisráðherra Bretlands
(14. nóvember 183410. desember 1834)
Eftirmaður:
Robert Peel