Fara í innihald

Austurbæjarbíó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Austurbæjarbíó eða Austurbær er kvikmynda- tónleika- og leikhús sem stendur við Snorrabraut í Reykjavík. Það var reist af nokkrum athafnamönnum í Reykjavík á árunum 1945 til 1947 og formlega opnað 25. október það ár. Aðstandendur voru jafnframt forystumenn Tónlistarfélagsins í Reykjavík sem hafði verið stofnað 1932. Hönnuðir hússins voru arkitektarnir Hörður Bjarnason og Gunnlaugur Pálsson.

Salurinn tekur um 520 manns í sæti á einu gólfi. Hann var innréttaður með tilliti til tónlistarflutnings og fyrir framan kvikmyndatjaldið var svið sem gat borið 40 manna hljómsveit. Húsið var stærsta samkomuhús landsins við opnun þess. Frá upphafi var vinsælt að halda tónleika í húsinu þegar ekki voru sýndar kvikmyndir. Fyrstu kvikmyndirnar sem sýndar voru voru Ég hef ætíð elskað þig (I've Always Loved You) og Hótel Casablanca (A Night in Casablanca).

Húsið var vettvangur fyrir miðnæturrevíur á vegum fyrst Íslenzkra tóna og síðar Leikfélags Reykjavíkur sem hélt þær sem fjáröflun fyrir Borgarleikhúsið.

1955 til 1975 var skemmtistaðurinn Silfurtunglið rekinn á efri hæð hússins.

Sambíóin eignuðust Austurbæjarbíó 1985 og 1987 var nafni hússins breytt í Bíóborgin. Bíóborgin var fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi sem setti upp THX-hljóðkerfi.

2002 var kvikmyndasýningum hætt í húsinu og var ætlunin að rífa húsið og reisa þar fjölbýlishús. Hætt var við þær áætlanir og húsið hefur síðan verið nýtt sem leikhús og samkomuhús. Þar hafa meðal annars verið settir upp nokkrir vinsælir söngleikir síðustu ár. 2014 var fyrsta þáttaröðin af Ísland Got Talent tekin þar upp.

2017 Fékk Aust­ur­bæj­ar­bíó síðan nýtt hlut­verk sem gluggi fyr­ir er­lenda ferðamenn inn í ís­lenska sögu, nátt­úru og sam­fé­lag þá opnaði safnið „Tales from Ice­land“ sem er á tveimur hæðum.

Salurinn er enn notaður sem samkomuhús og fyrir tónleika.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.