Fara í innihald

Patrick Swayze

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Patrick Swayze

Patrick Wayne Swayze (18. ágúst 195214. september 2009) var bandarískur leikari, dansari, laga- og textahöfundur. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sín sem „kaldi gæinn“ í kvikmyndunum Dirty dancing og Ghost. Ferill hans í kvikmyndum og sjónvarpi spannaði 30 ára tímabil og árið 1991 tilnefndi People magazine hann „kynþokkafyllsta karlmanninn“.

Í janúar 2008 greindist hann með langt gengið krabbamein í briskirtli. Heilsu hans hrakaði í sífellu eftir það og sjúkdómurinn leiddi hann til dauða þann 14. september 2009. Síðasta hlutverk hans var í sjónvarpsþáttaröð sem hét The Beast sem var frumsýnd í janúar 2009. Hann gat ekki tekið þátt í auglýsingaherferð fyrir þættina vegna heilsuleysis og var sýningu þáttanna hætt í júní 2009.


  Þessi kvikmyndagrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.