Fara í innihald

Guðmundur Vigfússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðmundur Björgvin Vigfússon (14. september 191512. janúar 1983) var borgarfulltrúi í Reykjavík og forystumaður í verkalýðshreyfingunni

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Guðmundur fæddist í Hrísnesi í Barðarstrandarhreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Hann flutti ungur til Reykjavíkur þar sem hann stundaði verslunarstörf og verkamannavinnu. Frá 1943-48 var hann erindreki Alþýðusambands Íslands og síðar skrifstofustjóri Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1948-50. Hann var blaðamaður á Þjóðviljanum 1950-52. Kjörinn í bæjarstjórn fyrir Sósíalistaflokkinn árið 1950 og sat þar fyrst fyrir þann flokk og síðar Alþýðubandalagið til ársins 1970.

Hann var meðal þeirra sem kærðir voru fyrir hlut sinn í mótmælunum við inngönguna í Nató árið 1949 en var sýknaður.

  • Páll Líndal & Torfi Jónsson (1986). Reykjavík: Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavíkurborg.