Önundarfjörður
Útlit
Önundarfjörður er um 20 km djúpur fjörður milli Dýrafjarðar og Súgandafjarðar á norðanverðum Vestfjörðum. Önundarfjörður státar af perlum á borð við Holtsfjöru, Reykháfnum á Hvilftarströnd og Ingjaldssandi. Þar sem fjörðurinn opnast til norðvesturs liggur hann sérstaklega vel við kvöldsól sem framkallar afar fallega liti og lýsingu, sérstaklega síðsumars.
Þorpið Flateyri stendur miðja vegu á nyrðri strönd fjarðarins, þekkt fyrir snjóflóð sem féllu 1995 og 2020.
Við botn fjarðarins stendur Hestfjall. Sitt hvorum megin við Hestfjall eru dalirnir Hestdalur og Korpudalur. Heiðin sem ekin er milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar heitir Gemlufallsheiði. Samkvæmt Landnámu var Önundur Víkingsson þar fyrstur maður að búa (bróðir Þórðar í Alviðru).