Önundarfjörður
Önundarfjörður er um 20 km djúpur fjörður milli Dýrafjarðar og Súgandafjarðar á norðanverðum Vestfjörðum. Þorpið Flateyri er nokkuð utarlega á nyrðri strönd fjarðarins.
Við botn fjarðarins stendur Hestfjall. Sitt hvorum megin við Hestfjall eru dalirnir Hestdalur og Korpudalur. Heiðin sem ekin er milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar heitir Gemlufallsheiði. Samkvæmt Landnámu var Önundur Víkingsson þar fyrstur maður að búa (bróðir Þórðar í Alviðru).