11. júní
Útlit
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
11. júní er 162. dagur ársins (163. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 203 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1125 - Krossfarar sigruðu Seljúktyrki í orrustunni um Azaz.
- 1289 - Orrustan við Campaldino fór fram milli Gvelfa og Gíbellína í Flórens.
- 1509 - Hinrik 8. Englandskonungur gekk að eiga Katrínu af Aragon, sem áður hafði verið gift Arthúr bróður hans.
- 1532 - Grindavíkurstríðið: Um nóttina gerðu Íslendingar og Þjóðverjar árás á virki og skip Englendinga í Grindavík, drápu fimmtán (þar á meðal John Braye), tóku átta höndum og lögðu hald á skipið Peter Gibson.
- 1535 - Greifastríðinu í Danmörku lauk með sigri Kristjáns 3. í orrustunni við Øksnebjerg.
- 1580 - Borgin Buenos Aires í Argentínu var stofnuð.
- 1666 - Annað stríð Englands og Hollands: Fjögurra daga orrustan, þar sem Hollendingar fóru með sigur af hólmi, hófst.
- 1727 - Georg 2. var hylltur sem konungur Englands.
- 1770 - James Cook steytti á skeri á Kóralrifinu mikla.
- 1805 - Borgin Detroit í Bandaríkjunum brann nær öll til grunna.
- 1870 - Bruggverksmiðjan Amstel var stofnuð í Hollandi.
- 1901 - Nýja-Sjáland sölsaði Cooks-eyjar undir sig.
- 1910 - Gasstöð Reykjavíkur tók til starfa og starfaði til 1955.
- 1911 - Melavöllurinn í Reykjavík vígður.
- 1935 - Auður Auðuns lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Síðar varð hún fyrst kvenna til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík og einnig varð hún ráðherra fyrst kvenna á Íslandi.
- 1957 - Handknattleikssamband Íslands var stofnað.
- 1963 - Búddistinn Thích Quảng Đức kveikti í sjálfum sér til að mótmæla skorti á trúfrelsi í Suður-Víetnam.
- 1967 - Alþingiskosningar fóru fram.
- 1970 - Anna Mae Hays varð fyrsti kvenherforingi Bandaríkjahers.
- 1972 - Hafnarfjarðarganga, fyrsta mótmælaaðgerð Samtaka herstöðvaandstæðinga, var haldin.
- 1975 - Lög um fóstureyðingar við sérstakar aðstæður tóku gildi á Íslandi.
- 1977 - Aðskilnaðarsinnar frá Mólúkkaeyjum sem höfðu tekið 195 gísla í Hollandi gáfust upp.
- 1982 - Orrustan um Stanley, lokaorrusta Falklandseyjastríðsins, hófst.
- 1982 - Bandaríska kvikmyndin E.T. var frumsýnd.
- 1987 - Margaret Thatcher varð fyrsti breski forsætisráðherrann í 160 ár, til að vinna þrennar þingkosningar í röð.
- 1988 - Stórtónleikar voru haldnir á Wembley-leikvanginum í London í tilefni af 70 ára afmæli Nelson Mandela.
- 1990 - Borgarastyrjöldin í Srí Lanka: Tamíltígrar drápu yfir 600 óvopnaða lögregluþjóna í Austurhéraði Srí Lanka.
- 1991 - Volvo 850 var kynntur.
- 1994 - Íslandssíld var landað í fyrsta skipti í 27 ár í Neskaupstað.
- 1994 - Sveitarfélögum á Íslandi fækkaði um 18 er 25 sveitarfélög sameinuðust í 7 ný.
- 1994 - Mattias Flink skaut sjö til bana í Falun.
- 1997 - Breska þingið samþykkti algjört bann við skammbyssum.
- 2001 - Timothy McVeigh var tekinn af lífi fyrir hlut sinn í sprengingunni í Oklahoma-borg.
- 2001 - Konunglegu fjöldamorðin í Nepal áttu sér stað. Dipendra prins myrti tíu meðlimi konungsfjölskyldunnar og framdi síðan sjálfsmorð.
- 2002 - Þing ættbálkahöfðingja hófst í Kabúl. Tveimur dögum síðar kaus það Hamid Karzai sem tímabundinn forseta.
- 2004 - Ronald Reagan var borinn til grafar.
- 2008 - Fermi-gammageislageimsjónaukanum var skotið á braut um jörðu.
- 2008 - Norska stórþingið samþykkti lög um hjónabönd samkynhneigðra.
- 2008 - Stephen Harper forsætisráðherra Kanada baðst formlega afsökunar á heimavistarskólum indíána í Kanada.
- 2009 - Því var lýst yfir að svínaflensan væri orðin að heimsfaraldri.
- 2010 - Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst í Suður-Afríku.
- 2013 - Gríska ríkisútvarpið ERT var lagt niður vegna niðurskurðar.
- 2013 - Baron Waqa var kjörinn forseti af þingi Nárú.
- 2014 - Íslamska ríkið náði Tikrit á sitt vald.
- 2019 - Botsvana afnam lög sem gerðu samkynhneigð ólöglega.
- 2021 - Evrópukeppnin í knattspyrnu 2021 var sett í 11 Evrópulöndum.
- 2022 - Jeanine Áñez, fyrrum forseti Bólivíu, var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að meintu valdaráni árið 2019.
- 2022 - Nasjonalmuseet í Noregi var opnað í nýrri byggingu í Osló.
- 2023 - Manchester City vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1456 - Anne Neville, kona Ríkharðs 3. Englandskonungs (d. 1485).
- 1572 - Ben Jonson, enskt leikskáld (d. 1637).
- 1662 - Tokugawa Ienobu, japanskur herstjóri (d. 1712).
- 1671 - Colley Cibber, enskt skáld (d. 1757).
- 1842 - Carl von Linde, þýskur verkfræðingur (d. 1934).
- 1857 - Antoni Grabowski, pólskur verkfræðingur (d. 1921).
- 1864 - Richard Strauss, þýskt tónskáld (d. 1949).
- 1867 - Einar Þorkelsson, íslenskur rithöfundur (d. 1945).
- 1883 - Arthur Gook, breskur trúboði (d. 1959).
- 1899 - Yasunari Kawabata, japanskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1972).
- 1910 - Jacques Cousteau, franskur kvikmyndagerðarmaður (d. 1997).
- 1922 - Erving Goffman, kanadískur félagsfræðingur (d. 1982).
- 1925 - William Styron, bandarískur rithöfundur (d. 2006).
- 1933 - Gene Wilder, bandarískur leikari (d. 2016).
- 1934 - Hinrik Danaprins (d. 2018).
- 1947 - Stefán Dan Óskarsson, íslenskur líkamsræktarfrömuður (d. 2019).
- 1959 - Hugh Laurie, enskur leikari og grínisti.
- 1965 - Joey Santiago, filippeyskur gítarleikari (Pixies).
- 1968 - Ólafur Þ. Stephensen, íslenskur blaðamaður.
- 1969 - Peter Dinklage, bandarískur leikari.
- 1986 - Shia La Beouf, bandarískur leikari.
- 1987 - Gonzalo Castro, þýskur knattspyrnumaður.
- 1999 - Kai Havertz, þýskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1183 - Hinrik ungi, ríkisarfi Englands, sonur Hinriks 2. (f. 1155).
- 1434 - Vladislás 2. Póllandskonungur.
- 1488 - Jakob 3. Skotakonungur (f. um 1451).
- 1604 - Isabella Andreini, ítölsk leikkona (f. 1562).
- 1698 - Baltasar Bekker, hollenskur heimspekingur (f. 1634).
- 1727 - Georg 1. Englandskonungur (f. 1660).
- 1825 - Daniel Tompkins, varaforseti Bandaríkjanna (f. 1774).
- 1934 - Lév Vígotskíj, rússneskur sálfræðingur (f. 1896).
- 1963 - Thích Quảng Đức, víetnamskur búddamunkur (f. 1897).
- 1970 - Aleksandr Kerenskíj, rússneskur lögfræðingur (f. 1881).
- 1971 - Ragnar Lárusson, íslenskur stjórnmálamaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1907).
- 1979 - John Wayne (fæddur Marion Morrison), bandarískur leikari (f. 1907).
- 1990 - Oldřich Nejedlý, tékkóslóvakískur knattspyrnumaður (f. 1909).
- 1992 - Rafael Orozco Maestre, brasilískur söngvari (f. 1954).
- 2001 - Timothy McVeigh, bandarískur hryðjuverkamaður (f. 1968).