Fara í innihald

Stephen Harper

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stephen Harper
Forsætisráðherra Kanada
Í embætti
6. febrúar 2006 – 4. nóvember 2015
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
LandstjóriMichaëlle Jean
David Johnston
ForveriPaul Martin
EftirmaðurJustin Trudeau
Persónulegar upplýsingar
Fæddur30. apríl 1959 (1959-04-30) (65 ára)
Toronto, Ontario, Kanada
ÞjóðerniKanadískur
StjórnmálaflokkurÍhaldsflokkurinn
MakiLaureen Harper
BörnBenjamin, Rachel
HáskóliHáskólinn í Calgary
AtvinnaHagfræðingur
Undirskrift

Stephen Joseph Harper (f. 30. apríl 1959) er kanadískur stjórnmálamaður, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins. Hann varð forsætisráðherra eftir að flokkur hans myndaði minnihlutastjórn eftir þingkosningarnar 2006.

Harper fæddist í Toronto og er elstur þriggja systkina. Hann skráði sig í háskólanám við Háskólann í Torronto en hætti eftir tvo mánuði.[1] Síðar flutti hann til borgarinnar Edmonton í fylkinu Alberta og hélt háskólanámi sínu áfram við Háskólann í Calgary þar sem hann lauk BA-gráðu í hagfræði og útskrifaðist 1993 með mastersgráðu í sömu grein.

Hann bauð sig fyrst fram til þingsetu á kanadíska þinginu í þingkosningunum 1988 þegar hann bauð sig fram í kjördæminu Vestur Calgary en náði ekki kjöri. Hann komst fyrst á þing 1993.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. William Johnson, Stephen Harper and the Future of Canada, bls. 12


Fyrirrennari:
Paul Martin
Forsætisráðherra Kanada
(6. febrúar 20064. nóvember 2015)
Eftirmaður:
Justin Trudeau


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.