Fara í innihald

Gene Wilder

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wilder árið 1970

Gene Wilder (Jerome Silberman, 11. júní 193329. ágúst 2016) var bandarískur gamanleikari, leikstjóri og handritshöfundur. Hann er einkum þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum Mel Brooks á borð við Leikhúsbraskararnir (The Producers - 1968), Blazing Saddles og Frankenstein hinn ungi (Young Frankenstein - 1974) og fjórar myndir þar sem hann lék aðalhlutverk ásamt Richard Pryor, Silfurflotinn (Silver Streak - 1976), Snargeggjað (Stir Crazy - 1980), Skollaleikur ( See No Evil, Hear No Evil - 1989) og Svik og prettir (Another You - 1991). Hann lék líka titilhlutverkið í söngvamyndinni Sælgætisgerð Villa Wonka (Willy Wonka & the Chocolate Factory - 1971).

Hann leikstýrði nokkrum kvikmyndum þar sem hann lék sjálfur aðalhlutverk eins og Ævintýri hins gáfaða bróður Sherlock Holmes (The Adventure of Sherlock Holmes' Smarter Brother - 1975) og Rauðklædda konan (The Woman in Red - 1984).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.