Gene Wilder
Gene Wilder (Jerome Silberman, 11. júní 1933 – 29. ágúst 2016) var bandarískur gamanleikari, leikstjóri og handritshöfundur. Hann er einkum þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum Mel Brooks á borð við Leikhúsbraskararnir (The Producers - 1968), Blazing Saddles og Frankenstein hinn ungi (Young Frankenstein - 1974) og fjórar myndir þar sem hann lék aðalhlutverk ásamt Richard Pryor, Silfurflotinn (Silver Streak - 1976), Snargeggjað (Stir Crazy - 1980), Skollaleikur ( See No Evil, Hear No Evil - 1989) og Svik og prettir (Another You - 1991). Hann lék líka titilhlutverkið í söngvamyndinni Sælgætisgerð Villa Wonka (Willy Wonka & the Chocolate Factory - 1971).
Hann leikstýrði nokkrum kvikmyndum þar sem hann lék sjálfur aðalhlutverk eins og Ævintýri hins gáfaða bróður Sherlock Holmes (The Adventure of Sherlock Holmes' Smarter Brother - 1975) og Rauðklædda konan (The Woman in Red - 1984).