Fara í innihald

Seljúktyrkir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Seljúkprins á höggmynd frá 12. eða 13. öld.

Seljúktyrkir (tyrkneska: Selçuklular; persneska: سلجوقيان Ṣaljūqīyān; arabíska: سلجوق Saljūq, eða السلاجقة al-Salājiqa) voru tyrkískt súnnímúslímskt ættarveldi undir áhrifum frá persneskri menningu sem ríkti yfir hlutum Mið-Asíu og hluta Mið-Austurlanda frá 11. öld til 14. aldar. Þeir stofnuðu Seljúkveldið sem náði á hátindi sínum frá Anatólíu til Púnjab og var höfuðandstæðingur krossfaranna í Fyrstu krossferðinni. Seljúktyrkir voru að uppruna bandalag tyrkískra ættbálka í Mið-Asíu (ógústyrkja) sem síðar tóku upp persneska siði og tungumál.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.