Fara í innihald

Carl von Linde

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karl von Linde (1925)

Carl Paul Gottfried von Linde (f. 11. júní 1842, d. 16. nóvember 1934) var þýskur verkfræðingur, uppfinningamaður og stofnandi fyrirtækisins Linde AG.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Linde lauk verkfræðiprófi frá Tækniháskólanum í Zürich árið 1864. Stuttu síðar flutti hann til München og gerðist prófessor við Tækniháskólann í München árið 1868.

Árið 1871 birti Linde grein um bættar kæliaðferðir, sem fjölmörg brugghús höfðu mikinn áhuga á. Í kjölfarið hóf Linde að framleiða kælivélar sem seldar voru til brugghúsa um alla Evrópu.

1879 hætti Linde sem prófessor og stofnaði fyrirtæki utan um kælivélaframleiðsluna sína (í dag Linde AG) sem var leiðandi fyrirtæki í Evrópu á sviði kælitækni.

Árið 1890 dró Linde sig út út rekstri fyrirtækis síns og tók 1892 aftur við stöðu prófessors við Tækniháskólann í München allt til ársins 1910. Árið 1895 tókst Linde að koma miklu magni lofts yfir á vökvaform með svo nefndri Linde-aðferð, en framleiðsla á gasi á vökvaformi er aðalstarfsemi Linde AG í dag.