Daniel Tompkins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Daniel D. Tompkins

Daniel D. Tompkins (21. júní 1774 í Scarsdale í New York11. júní 1825 í Tompkinsville á Staten Island) var bandarískur frumkvöðull, lögfræðingur, fjórði fylkisstjóri New York (18071817) og sjötti varaforseti Bandaríkjanna, (1817 – 1825), undir James Monroe.

Ævi og starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Tompkins stundaði lögfræðinám við Columbia-háskóla og útskrifaðist 1797. Hann stundaði lögfræðistörf í New York og var fulltrúi á stjórnlagaþingi fylkisins 1801. Hann var kosinn þingmaður í fulltrúadeild fylkisins 1804 en tók ekki sæti á þingi, heldur varð í staðinn dómari við Hæstarétt New York-fylkis.

Árið 1807 sigraði hann sitjandi fylkisstjóra, Morgan Lewis, í fylkisstjórakosningum New York og var endurkjörinn þrisvar sinnum. Hann varð einn af afkastamestu „stríðsfylkisstjórunum“ í stríðinu við Breta 1812. Hann hóf einnig ferjusiglingar á milli Staten Island og Manhattan. Hann afþakkaði boð James Madison forseta um að gerast utanríkisráðherra í stjórn hans.

Á árum sínum sem fylkisstjóri New York hafði Tompkins persónulega gengið í ábyrgð fyrir lánum til að standa straum af kostnaði fylkisins í stríðinu við Breta 1812, þegar fylkisþingið neitaði að samþykkja fjárlög þess efnis. Eftir stríðið hófst áralangt málaskak vegna þessara lána en hvorki New York-fylki né alríkisstjórnin borguðu féð til baka. Þetta tók sinn toll af bæði fjárhag og heilsu Tompkins og hann hóf að drekka ótæpilega, var meðal annars oft drukkinn í þinginu þegar hann var varaforseti Bandaríkjanna. Daniel D. Tompkins lést 21. júní 1825, aðeins 99 dögum eftir að hann lét af störfum sem varaforseti.