Fara í innihald

Norska stórþingið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stórþingið í Ósló.

Stórþingið (norska: Stortinget) er löggjafarþing Noregs og er í Ósló. Það var stofnað árið 1814. Frá 2005 hefur þingið komið saman með 169 þingmönnum, sem eru kjörnir í beinni og leynilegri kosningu.

Kosningar til Stórþingis eru haldnar á fjögurra ára fresti. Kosningarétt hafa allir norskir ríkisborgarar sem hafa orðið – eða verða – 18 ára á kjörárinu. Í Noregi er þingræði sem þýðir að ríkisstjórnin ber ábyrgð gagnvart Stórþinginu.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Berg, Ole T.; Gisle, Jon: Stortinget í Store norske leksikon.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.