Fara í innihald

Detroit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Detroit Michigan

Detroit er fjölmennasta borgin í Michigan-fylki. Detroit var upphaflega borg viðskipta, menningar, fjármála og vöruflutninga, og heimili 5,2 milljóna manna (2010). Hún var stofnuð 24. júlí, 1701 af franska landkönnuðinum Antoine Laumet de La Mothe, sieur de Cadillac. Í Detroit voru framleiddar vélar, eldavélar, vindlar, lyf og matur. Umhverfi borgarinnar hentaði bílaiðnaðinum mjög vel. Detroit er við Vötnin miklu og hafði því greiðan aðgang að ýmsu sem iðnaður þurfti til að þrífast. Einnig var borgin nálægt mestu kola-, járn- og koparnámum Bandaríkjanna.

Bílaiðnaður

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1903 stofnaði Henry Ford, Ford Motor Company. Ford og aðrir bílaframleiðendur á borð við William C. Durant, Dodge-bræður, Packard og Walter Chrysler sköpuðu mikla atvinnu fyrir vinnuþyrsta Bandaríkjamenn og gerðu Detroit að höfuðborg bílaframleiðslu í landinu. Ford náði strax forystu í samkeppni þessara bílaframleiðanda og má segja að ástæðan fyrir því hafi verið eftir að Ford Motor Company gaf út Model T árið 1908, sem hafði áhrif á útlit og notkun bíla um allan heim líklegast vegna einfaldleika síns. Model T var mjög ódýr og eftir 1920 höfðu meirihluti ökumanna í Bandaríkjunnum lært á keyra á slíkum bíl.

Eftir tilkomu allra þessara verksmiðna voru stofnuð mikið af atvinnusamtökum til að bæta hag verkamanna. Laun hækkuðu og mönnum bauðst að fara á eftirlaun. Árið 1914 tilkynnti Ford svokallaðan 5-dollar day þar sem starfsmenn fengu borgaða $5 ($120 í dag), sem hækkaði laun starfsmanna um helming. Átta árum síðar kynnti Ford Motor Company svo til sögunnar breytta vinnutíma þar sem menn unnu 8 klukkustundir á dag, 40 klukkustundir á viku sem gerði Detroit að mjög heillandi borg fyrir nýja ameríkana í atvinnuleit. Há laun starfsmanna Ford Motor Company fréttust út meðal íbúa Detroit og ollu miklum rasisma í borginni.

Mikil hluti starfsmanna voru mexíkanar og svertingja frá suðurríkjunum. Þetta fór ekki vel í hvíta Bandaríkjamenn og í kringum 1920 var borgin orðin virkur liður í Ku Klux Klan, félagssamtök sem höfðu það að leiðarljósi að hvíti maðurinn væri yfirráðandi. Verksmiðjurnar sköffuðu vinnu en ekki húsnæði. Það varð til þess að hvíti íbúar Detroit þvinguðu svarta íbúa til þess að safnast saman í litlar blokkir í Norðurhluta Detroit. Þessi svokölluðu ghetto voru dapur og óheilbrigður staður til að lifa á.

Um miðja 20.öld vann einn af hverjum 6 Bandaríkjamönnum í bílaiðnaði. Í ljósi þess að bílaiðnaðurinn veitti lang flestum verkamönnum í Detroit vinnu þá var það kjörið skotmark fyrir verkalýðsfélögin. Í kreppunni fóru starfsmenn í verksmiðjum General Motors og Chrysler í verkfall vegna lélegra launa. Ford vildi ekkert með þessi verkalýðsfélög hafa og réð öryggisgæslu til þess að forðast þessi félög. Þetta leiddi til mikilla kjaradeila. Niðurstaðan varð sú aðgerðir voru kjarasamningar sem gerðu þá sem unnu í bílaiðnaðinum að þeim tekjuhæstu í landinu meðal verkamanna.

Á 9. áratug 20. aldar var kreppa í bílaiðnaðinum og fjöldi fólks varð atvinnulaust.

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]

Detroit hefur sótt 7 sinnum um Sumarólympíuleikana en aldrei fengið að halda þá.