Ragnar Lárusson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ragnar Lárusson (8. maí 190711. júní 1971) var íslenskur stjórnmálamaður, embættismaður Reykjavíkurborgar og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Ragnar vann hjá Reykjavíkurbæ nær alla sína starfsævi. Fyrst sem framfærslufulltrúi bæjarins og síðar sem forstöðumaður ráðningarskrifstofu borgarinnar til dauðadags.

Hann var í forystusveit Sjálfstæðisflokksins um langt skeið, m.a. sem formaður Varðar 1946-52. Ragnar var frambjóðandi Sjálfstæðismanna í Strandasýslu þrennar kosningar í röð: 1953, 1956 og 1959, en tapaði í öll skiptin fyrir Hermanni Jónassyni.

Íþróttamál[breyta | breyta frumkóða]

Ragnar var kjörinn formaður Fram árið 1939 og gegndi því embætti til 1942. Hann varð síðar fulltrúi Framara á vettvangi Knattspyrnusambands Íslands og sat í stjórn þess í tvo áratugi.


Fyrirrennari:
Jón Magnússon
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19391942)
Eftirmaður:
Ólafur Halldórsson