Gasstöð Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gasstöð Reykjavíkur var gasveita við Hlemm í Reykjavík sem var starfrækt frá 1910 til 1956. Hún framleiddi gas til eldunar og lýsingar úr innfluttum kolum. Þegar gasinu hafði verið náð úr kolunum með upphitun, varð til kox, sem Gasstöðin seldi. Gasið var síðan notað til lýsingar og eldunar og koxið til brennslu og upphitunar. Eftir stofnun Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1921 var gasið nær einvörðungu nýtt til eldamennsku.

Brauðgerðarhúsið í Gasstöðinni[breyta | breyta frumkóða]

Vorið 1918 var lokið við að koma upp bökunarofni í Gasstöðinni. Var hann settur ofan á annan gasgerðarofninn, og með þeim hætti var hægt að nota hitann frá honum, sem annars fór til ónýtis. Tilraun þessi þótti sýna það, að þarna væri fundinn hitagjafi, sem ekki hefði verið nýttur, og hann mundi duga til að baka við hann brauð. Um það bil er Fyrri heimsstyrjöldinni lauk, störfuðu fjórir bakarar í þessari nýstárlega brauðgerðarhúsi, en forstöðumaður þess var Kristján Hall. Var í ráði að setja þar upp annan bakaraofn, en af því varð ekki. Kristján Hall lést næsta haust úr spönsku veikinni, og nokkuð eftir lát hans hætti brauðbakstur í Gasstöðinni.

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

  • Tónlistarmaðurinn Megas söng um gasstöðina í lagi sínu „Gamla gasstöðin við Hlemm“.
  • Gasstöðin kemur við sögu í skáldverkinu „Grafarþögn“ eftir Arnald Indriðason.


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]