Tamíltígrar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Tamíltígrar eða Frelsistígrar Tamíl Ílam (tamílska: தமிழீழ விடுதலைப் புலிகள், Tamiḻīḻa viṭutalaip pulikaḷ; sinhalíska: දෙමළ ඊළාම් විමුක්ති කොටි, Demaḷa īḷām vimukti koṭi) voru tamílsk skæruliðahreyfing í norðausturhéruðum Srí Lanka. Hreyfingin var stofnuð af Velupillai Prabhakaran árið 1976 sem aðskilnaðarhreyfing sem hafði að markmiði stofnun sjálfstæðs ríkis Tamíla, Tamíl Ílam. Barátta Tamíltígra hratt borgarastyrjöldinni á Srí Lanka af stað. Styrjöldin stóð frá 1983 til 2009 þegar stjórnarher Srí Lanka tókst að yfirbuga skæruliðana.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.