Fara í innihald

Geir Sæmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geir Sæmundsson (f. 1. september 1867, d. 9. ágúst 1927) var vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi og prestur á Akureyri.

Geir fæddist í Hraungerði. Árið 1887 fór hann til Danmerkur til náms við háskólann í Kaupmannahöfn. Haustið 1909 var hann samkvæmt kosningu presta skipaður vígslubiskup fyrir Hólabiskupsdæmi hið forna og vígður biskupsvígslu af herra Þórhalli biskupi í hinni fornu Hólakirkju 10. júlí 1910.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]


  Þetta æviágrip sem tengist trúarbrögðum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.