Atlantshaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Atlantic Ocean.png
Atlantic Ocean surface.jpg

Atlantshaf er annað stærsta úthaf heims (á eftir Kyrrahafinu) og nær yfir um fimmtung yfirborðs jarðar. Nafnið er dregið af nafni títansins Atlas sem myndar súlur Herkúlesar beggja megin Gíbraltarsunds. Hafið markast af Norður- og Suður-Ameríku í vestri og Evrópu og Afríku í austri. Hafið tengist Kyrrahafinu um Norður-Íshafið í norðri og Drakessund í suðri. Að auki tengir skipaskurður höfin yfir Panamaeiðið. Í austri mætir Atlantshafið Indlandshafi við 20. lengdargráðu austur. Atlantshafið greinist frá Norður-Íshafinu með línu sem liggur frá Grænlandi, um Ísland og SvalbarðaNoregi og frá Suður-Íshafinu við 65. breiddargráðu suður.

Í Atlantshafinu er fjöldinn allur af innhöfum, flóum og sundum. Meðal þeirra helstu eru Karíbahaf, Mexíkóflói, Lawrenceflói, Miðjarðarhaf, Svartahaf, Norðursjór, Grænlandshaf, Noregshaf og Eystrasalt.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.