Marin Mersenne

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marin Mersenne

Marin Mersenne (8. september 15881. september 1648) var franskur munkur. Hann var stærðfræðingur og heimspekingur og var mikilvægur tengiliður á milli samtímamanna sinna, svo sem Descartes, Fermats, Galileos og Pascals auk annarra. Um hann var sagt: „Það að segja Mersenne frá uppgötvun jafngildir því að básúna hana út um alla Evrópu.“ Þetta var ekki meint sem hrós, því að oft vildu fræðimenn halda uppgötvunum sínum leyndum á þessum tíma.

Mersenne fékkst við það að reyna að finna formúlu fyrir frumtölur, nokkuð sem margir hafa reynt við en engum tekist. Í þeirri leit sinni fékkst hann við tölur af gerðinni (2p-1) þar sem p er frumtala og taldi að allar slíkar tölur væru frumtölur. Það var hinsvegar ekki rétt hjá honum því að talan (211-1)= 2047 þáttast í 2389. Tölur af þessari gerð nefnast Mersenne-tölur og þær þeirra sem eru frumtölur kallast Mersenne-frumtölur.