1181
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1181 (MCLXXXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Loftsson gerði sættir með Sturlu Þórðarsyni og Páli Sölvasyni og tók Snorra Sturluson í fóstur til að tryggja að Sturla héldi sættirnar.
- Karl Jónsson sagði af sér sem ábóti í Þingeyraklaustri.
- Kári Runólfsson varð ábóti í Þingeyraklaustri.
- Gissur Hallsson varð lögsögumaður.
Fædd
Dáin
- Þorbjörg Bjarnardóttir, kona Páls Sölvasonar prests í Reykholti.
- Björn Gilsson, ábóti á Munkaþverá.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 1. september - Lúsíus III varð páfi.
- Filippus 2. Frakkakonungur fór í stríð við Filippus greifa af Flæmingjalandi vegna yfirráða yfir Vermandois-héraði, sem Filippus konungur taldi hluta af heimanmundi Ísabellu konu sinnar en Filippus greifi, sem var móðurbróðir hennar og hafði samið um hjónabandið, vildi ekki fallast á það.
- Filippus 2. ógilti öll lán sem gyðingar höfðu veitt kristnum mönnum.
- Geoffrey Plantagenet var gerður að hertoga af Bretagne.
Fædd
- 26. september - Heilagur Frans frá Assisí (eða 1182) (d. 1226).
- Teresa af Portúgal, drottning León.
Dáin
- 30. ágúst - Alexander 3. páfi (f. 1159).
- Áskell erkibiskup í Lundi (eða 1182).