Fara í innihald

Guðmundur Böðvarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðmundur Böðvarson (1. september 19043. apríl 1974) var íslenskt skáld, þýðandi og bóndi.

Guðmundur fæddist að Kirkjubóli í Hvítársíðu í Borgarfirði og bjó þar mestalla ævi sína. Hann vakti athygli með fyrstu ljóðabók sinni, Kyssti mig sól, árið 1936. Alls gaf hann út tíu frumsamdar ljóðabækur og þýddi auk þess, tólf kviður úr Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante Alighieri. Auk þess gaf hann út eina skáldsögu, þrjú sagnasöfn og skrifaði ótal greinar, enda var hann virkur í pólitískri baráttu, einkum gegn bandarískri hersetu á Íslandi. Guðmundur sat mörg ár í hreppsnefnd í Hvítársíðu og var í nokkur ár formaður skólanefndar Reykholtsskóla.

Guðmundur kvæntist frænku sinni Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Hvammi í Hvítársíðu, árið 1931 og bjó með henni þangað til hún lést 1971. Þau eignuðust þrjú börn saman. Guðmundur var jarðsunginn á Gilsbakka

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]

Ritverk Guðmundar Böðvarssonar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kyssti mig sól - 1936
  • Hin hvítu skip - 1939
  • Álfar kvöldsins - 1941
  • Undir óttunnar himni - 1944
  • Kristallinn í hylnum - 1952
  • Kvæðasafn - 1956
  • Dyr í vegginn - 1958
  • Minn guð og þinn - 1960
  • Saltkorn í mold I-II - 1962 og 1965
  • Landsvísur - 1963
  • Hríðarspor - 1965
  • Dante Aligieri: tólf kviður úr Gleðileiknum guðdómlega.La Divina Commedia - 1968
  • Innan hringsins - 1969
  • Safnrit I. Línur upp og niður:Atreifur og aðrir fuglar - 1971
  • Safnrit II. Línur upp og niður: Konan sem lá úti - 1972
  • Safnrit III.Línur upp og niður:,,- og fjaðrirnar fjórar” - 1973
  • Þjóðhátíðaljóð - 1974
  • Safnrit IV. Ljóðasafn I - 1974
  • Safnrit V. Ljóðasafn II - 1975
  • Safnrit VI. Ljóðasafn III- - 1976
  • Safnrit VII. Ljóðasafn IV - 1976

Heimild og ítarefni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Silja Aðalsteinsdóttir (2004 (2. útgáfa)). Skáldið sem sólin kyssti: ævisaga Guðmundar Böðvarssonar. Mál og menning, Reykjavík.
  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.