Fara í innihald

Norðurlandasamningur um almannatryggingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norðurlandasamningur um almannatryggingar er samningur sem stjórnvöld Norðurlandanna undirrituðu þann 18. ágúst 2003 um almannatryggingar sem tekur við af fyrrum samkomulagi um almannatryggingar frá 15. júní 1992. Sá samningur kom í stað fyrra samkomulags um almannatryggingar frá 5. mars 1981 og norræns samkomulags frá 12. nóvember 1985 um atvinnuleysisbætur.

Samkomulagið tók gildi 1. september 2004.

Samkomulagið sníður samstarf Norðurlanda varðandi félagslegar bætur að samkomulaginu um samstarfssvæði Evrópska efnahagssvæðisins frá 2. maí 1992. Jafnframt kveður samkomulagið á um vissar norrænar sérreglur.

Samkomulagið nær yfir þau atriði í almannatryggingakerfi Norðurlanda, sem fela í sér félagslegar bætur í sambandi við foreldrarétt, börn, öldrun, fötlun, atvinnuleysi, vinnuslys, veikindi og dauðsfall.

Samkomulagið kveður í aðalatriðum á um samstarf milli Norðurlanda á sviði félagslegra bóta. Þannig njóta norrænir ríkisborgarar, sem dvelja í öðru norrænu landi sömu almannatrygginga og þegnar viðkomandi lands.