Jóhann Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jóhann Jónsson (fæddur 12. september 1896 á Staðastað á Snæfellsnesi, dáinn 1. september 1932, Leipzig) var íslenskur rithöfundur og skáld. Ljóð hans Söknuður er talið hafa gert Jóhann að brautryðjanda í íslenskri ljóðagerð.

Jóhann ólst upp í Ólafsvík. Móðir hans var Steinunn Kristjánsdóttir f. 4. júlí 1869, d. 27.2.1944. Þau hvíla hlið við hlið í Ólafsvíkurkirkjugarði. Jóhann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1920 og gegndi þar embætti forseta Framtíðarinnar, nemendafélags MR, árið 1919[1]. Hann fór árið 1921 til Leipzig og kom aldrei aftur til Íslands. Á barnsaldri fékk Jóhann berkla í annan fótinn og hafði staurfót og gekk haltur. Hann veiktist seinna af lungnaberklum og lést 1. september 1932, aðeins 35 ára gamall. Jóhann ætlaði sér að verða rithöfundur. Halldór Laxness vinur hans safnaði ljóðum hans og ritgerðum saman og gaf út árið 1952 í bókinni Kvæði og ritgerðir. Bréf frá 1912-1925, sem Jóhann ritaði vini sínum, séra Friðriki A. Friðrikssyni presti á Húsavík voru gefin út 1992 í bókinni "Undarlegt er líf þitt".

Eitt ljóð, ljóðið Söknuður er talið hafa sérstöðu meðal ritverka Jóhanns og það er út af því ljóði sem Jóhann er talinn brautryðjandi í íslenskri ljóðagerð. Ljóðin „Söknuður“ eftir Jóhann Jónsson og ljóðið „Sorg“ eftir Jóhann Sigurjónsson eru talin marka upphaf íslenskrar nútímaljóðlistar.

Kona Jóhanns hét Nikkólína Árnadóttir.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Bergur Jónsson
Forseti Framtíðarinnar
(19191919)
Eftirmaður:
Gísli Bjarnason