Fara í innihald

Umhverfisstofnun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Umhverfisstofnun var ríkisstofnun sem starfaði samkvæmt sérstökum lögum nr. 90/2002. Hlutverk hennar var að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

22. mars 2002 fékk Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra samþykki í ríkisstjórn Íslands fyrir því að leggja fram frumvarp um nýja stofnun[1], Umhverfisstofnun sem sameinaði verkefni þriggja stofnana og tveggja ráða:

Frumvarpið var samþykkt þann 3. maí 2002 á Alþingi[2]. Auglýst var eftir forstjóra 4. júní 2002[3] sem skyldi gegna embætti frá 1. ágúst 2002 til 5 ára. Stofnunin hóf störf 1. janúar 2003.

Rannsóknarstofa Umhverfisstofnunar rann inn í opinbera hlutafélagið Matís ohf 1. janúar 2007. Matvælasvið Umhverfisstofnunar rann inn í nýja stofnun, Matvælastofnun 1. janúar 2008.

Umhverfisstofnun var lögð niður 31. desember 2024 og starfsemi hennar sem tengdist náttúruvernd, friðlýsingum og lífríkismálum rann inn í nýja Náttúruverndarstofnun. Aðrir hlutar Umhverfisstofnunar runnu inn í nýja Umhverfis- og orkustofnun.

Forstjórar

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Morgunblaðið, 23. mars 2003“.
  2. „Alþingi.is, atkvæðagreiðsla 15:43 3. maí 2002“.
  3. „Morgunblaðið, 4. júní 2002“.