Ebóla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Rafræn smásjármynd af Ebóla veirunni

Ebóla er veira þekkt sem ebólaveiran (EBOV) Ebólu-blæðingarsótt. Ebólu-veiran er einþátta RNA þráðveira sem veldur blæðandi veirusótthita í mönnum. Veiran er mjög skæð og ein banvænansta veira sem þekkist nú á dögum. Veiran er nefnd eftir Ebólafljótinu í Austur-Kongó og kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976. Fjögur þekkt afbrigði eru til af veirunni og öll nefnd eftir þeim svæðum sem þau hafa fundist á.

Peter Piot, belg­ískur vísindamaður, var meðal þeirra sem greindu vírus­inn fyrst árið 1976.

Enn hefur faraldur af ebólu aðeins átt sér stað í Afríku.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Ebólan ræðst á öll líffæri og vefi mannslíkamans nema vöðva og bein. Veiran bókstsaflega umbreytir öllum hlutum líkamans í hálfmaukað slím sem er gegnsýrt af sýkjandi veiruögnum. Veiran inniheldur sjö gerðir af dularfullum próteinum sem vinna þrotlaust líkt og vél og éta upp vefi líkamans á meðan veiran fjölgar sér í hýslinum. Örlitlir blóðtappar myndast í blóðrásinni og blóðið þykknar, blóðkekkirnir loða hver við annan og festast við æðaveggina. Blóðkekkirnir fara að mynda stærri tappa sem minna á mósaík innan í æðakerfinu. Þetta stöðvar blóðflæði til líffæra og vefja líkamans, veldur súrefnisþurrð og drepi í vefjum (nekrósu) sem birtist sem svartir blettir á heila, í lifur, nýrum, lungum, þörmum, eistum, brjóstum (karla og kvenna) og yfir allt yfirborð húðarinnar. Rauðir blettir myndast einnig á húðinni sem kallast petechiae, sem eru blæðingar undir húð.

Veiran umbreytir kollagen-þráðum líkamans í mauk og neðsta lag húðarinnar deyr og verður vessakennt, húðin verður einnig þakin örsmáum hvítum blöðrum. Þetta ástand kallast maculopapular-roði og áferð húðarinnar fer að líkjast sagógrjónagraut. Rauðu blettirnir á húðinni stækka og mynda á endanum risavaxna marbletti yfir allan líkamann. Húðin bólgnar og verður mjög viðkvæm fyrir allri viðkomu og rifnar auðveldlega af við alla snertingu eða þrýsting. Blæðingar hefjast úr munnholi, tannholdi og munnvatnskirtlum. Smám saman fer að blæða úr öllum líkamsopum stórum og smáum. Yfirborð tungunnar verður eldrautt og flagnar að lokum af, sjúklingurinn annaðhvort spýtir því út úr sér eða gleypir það ósjálfrátt. Tungan verður mjög aum viðkomu og sjúklingurinn upplifir miklar kvalir. Yfirborð slímhúðar í koki og barka flagnar einnig af þegar blóðug uppköst hefjast.

Blæðingar hefjast í gollurshúsi, hjartavöðvinn mýkist og blóð þrýstist í gegnum hann við hvern hjartslátt og veldur því að brjóstholið fyllist af blóði. Æðar heilans stíflast af blóðkekkjum, heilinn bólgnar og verður maukkenndur. Það blæðir inn í augun og blóð seytlar úr tárakirtlum sjúklingsins og hann virðist gráta blóði.

Ebóla drepur mikið af vefjum líkamans meðan sjúklingurinn lifir, veldur nekrósuflekkjum á öllum líffærum og húð. Lifrin bólgnar einnig upp, verður gul að lit og byrjar að leysast upp, djúpar sprungur myndast í gegnum lifrina og að lokum deyr líffærið alveg. Nýrun stíflast einnig af blóðkekkjum og hætta að starfa, þetta orskar þvagmengun og eitrun í blóði. Miltað bólgnar upp og verður líkt og blóðkökkur á stærð við hafnabolta. Þarmar fyllast af blóði og þarmaveggurinn deyr, hann flagnar af og skolast út með blóðugum niðurgangi. Eistun bólgna upp í karlmönnum og verða blásvört, allt sæði deyr. Miklar blæðingar verða úr leggöngum kvenna. Ef konan er ólétt deyr fóstrið strax óháð meðgöngutíma.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Preston, Richard. The Hot Zone, A Terrifying True Story (New York: Random House, 1994). ISBN 0-385-47956-5.