Brynjar Níelsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Brynjar Þór Níelsson)
Brynjar Þór Níelsson (BN)

Brynjar Þór Níelsson

Fæðingardagur: 1. september 1960 (1960-09-01) (63 ára)
5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Nefndir: Efnahags- og viðskiptanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Þingsetutímabil
2013-2021 í Rvk. n. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Embætti
2013-2021 1. varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Brynjar Þór Níelsson er lögmaður og fyrrverandi þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Eftir slæmt gengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2021 lýsti Brynjar yfir að hann hygðist hætta í stjórnmálum.[1] Eftir hvatningu frá stuðningsmönnum sínum ákvað hann hins vegar að þiggja þriðja sæti á lista flokksins í næstu kosningum.[2] Brynjar náði ekki kjöri í kosningunum.[3]

Ásakanir um kvennfyrirlitningu og játanir af and-feminisma[breyta | breyta frumkóða]

Á ferli sínum hefur Brynjar Níelsson ítrekað verið ásakaður um að miðla kvennfjandlegum hugmyndum.[4][5][6] Einnig hefur hann verið ásakaður um að áreita þolendur kynferðisofbeldis.[7][8] Þetta vakti mikla athygli þegar Brynjar var ráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Jóns Gunnarssonar.[4][9]

Árið 2019 voru greidd atkvæði um þungunarrofs frumvarp með það yfirlýsta markmið að tryggja að sjálfforræði til þungunnarrofs sé virt.[10] Brynjar sætti ásökunum um kvennfyrirlitningu og forræðishyggju eftir að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.[11][4] Umræðan var endurvakin árið 2022 þegar keimlík atkvæðagreiðsla átti sér stað í bandaríkjunum.[12]


Brynjar hefur sjálfur talað um að and-feminismi sé baráttu mál sitt í þágu tjáningarfrelsis.[13][14] Sem aðstoðarmaður Dómsmálaráðherra gerði Brynjar það að virku og sjálfyfirlýstu baráttumáli sínu að veita „frekjunum sem alltaf er misboðið“ mótstöðu, meðal annara hreyfinga gagnrýndi hann hreyfingar feminisma, and-kynþáttahaturs og Umhverfisverndar.[8] Hann hélt uppi virkum sbókarreikning og dróg þar í efa þörfina á hreyfingunum.[15][16][17][18][19][20][21][22][23][24] Brynjar tjáði sig einnig um mörg önnur málefni á reikningnum, þar á meðal bankasöluna 2022, meintar ofsóknir lögreglu á fréttafólki, og stríðið í Úkraínu 2022.[25][26][27][28]

Stefnur dómsmálaráðherra Jóns Gunnarssonar voru af sumum samlöndum bornar saman við Nasisma en Brynjar varði stefnu dómsmálaráðherra og sagði ekki hægt að velta vandamálinu yfir á aðra.[29][30]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Brynjar segir skilaboðin skýr og kveður stjórnmálin Rúv, skoðað 6.6. 2021
  2. Andri Magnús Eysteinsson (24. júní 2021). „Brynjar hættur við að hætta“. RÚV. Sótt 28. júní 2021.
  3. Ingvar Þór Björnsson (26. september 2021). „Sjálfstæðisflokkurinn „ekki að uppskera neitt". RÚV. Sótt 9. október 2021.
  4. 4,0 4,1 4,2 Eyjan (2. desember 2021). „Ráðning Brynjars vekur furðu og úlfúð - „Ég titra af reiði"- „Beinlínis andfemínískt". DV. Sótt 29. maí 2022.
  5. Baldur Guðmundsson. „Segir meðvirkni ríkja með ofbeldisseggjum á Alþingi“. www.frettabladid.is. Sótt 29. maí 2022.[óvirkur tengill]
  6. Fréttablaðið. „Sema sendir „fúlum" körlum sem „æla yfir lyklaborðin" tóninn“. www.frettabladid.is. Sótt 29. maí 2022.[óvirkur tengill]
  7. Jóhann Páll Jóhannsson. „Sakaði Brynjar um „viðstöðulaust áreiti" gagnvart brotaþolum Róberts Downey“. Stundin. Sótt 29. maí 2022.
  8. 8,0 8,1 Alma Mjöll Ólafsdóttir. „Bakgrunnur Brynjars: Líkir femínistum við nasista og efast um byrlanir“. Stundin. Sótt 29. maí 2022.
  9. „Brynjar Níelsson ráðinn aðstoðarmaður innanríkisráðherra“. stjórnarradid.is. Stjórnarráð Íslands. 2. desember 2021. Sótt 2. maí 2022.
  10. „Samantekt um þingmál“. Alþingi. Sótt 28. maí 2022.
  11. Berglind Thorsteinsdottir. „Við viljum Jón Gunnarsson úr embætti dómsmálaráðherra“. Change.org (bandarísk enska). Sótt 28. maí 2022.
  12. MARKÚS Þ. ÞÓRHALLSSON (9. maí 2022). „Öldungadeildin greiðir atkvæði um þungunarrofslög“. RÚV. Sótt 28. maí 2022.
  13. Eyjan (12. október 2018). „Brynjar: „Femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu". DV. Sótt 29. maí 2022.
  14. Brynjar Níelsson. „Femínismi eyðir tjáningarfrelsinu“. blog.pressan.is. Sótt 4. nóvember 2022.
  15. Brynjar Níelsson (4 2022). „Það er nú þannig, Heiða mín, að þegar lögregla er að leita að eftirlýstum mönnum fær hún ábendingar, sem hún auðvitað verður að kanna. Það er ekki nýtt að slíkar ábendingar reynist rangar og má segja að slíkt gerist í öllum svona málum. Rauðhærðir og skeggjaðir lenda oft í þessu veseni. Menn þurfa að vera sérkennilega innréttaðir til að sjá rasisma í þessu máli, og jafnvel plebbalegir“ (Athugasemd). Brynjar Níelsson.
  16. Nútíminn (18. mars 2022). „Brynjar Níelsson: „Frekjunni finnst hún undantekningarlaust betri og gáfaðri en annað fólk". Nutiminn.is. Sótt 3. maí 2022.
  17. Brynjar Níelsson (1 2022). „Meðvirkni í íslensku samfélagi er að slá öll fyrri met. Hún er orðin að einhvers konar dygðaskreytingu. Þeir sem hafa ekki sannfæringu fyrir öllum sóttvarnaaðgerðum, heimsendi vegna loftslagsvár, feðraveldinu og banni gegn blóðmerahaldi þurfa helst að sæta útilokun og bannfæringu. Fleira mætti telja“. Brynjar Níelsson.
  18. Brynjar Níelsson (3 2022). „Það er mikið til sama fólkið sem er alltaf svo reitt og misboðið á samfélagsmiðlunum. Það trúir að þessi reiði og ólund sé vegna þess að það hafi svo ríka réttlætiskennd. En það er ekki svo heldur er það sjálfmiðað og stíflað úr frekju. Þetta er gjarnan fólk úr mennta- og menningarelítunni sem þykist vera að berjast fyrir þá sem höllum fæti standa en er í raun bara illa haldið af öfund og frekju og með alvarlegt óþol gagnvart skoðunum annarra“. Brynjar Níelsson.
  19. Brynjar Níelsson (3 2022). „Halda má því fram með góðum rökum að pólitísk umræða hér á landi hafi aldrei verið jafn nöturleg og innihaldslaus og nú um stundir. Hún einkennist, sem aldrei fyrr, af upphrópunum, óðagoti og almennu þekkingarleysi“. Brynjar Níelsson.
  20. Brynjar Níelsson (3 2022). „Freki karlinn, sem er nú ekki síður kelling, hefur verið áhugamál mitt lengi. Nú er svo komið að ég er að vinna að ritgerð um Frekjuna með stórum staf, einkum þá sem eru stíflaðir úr frekju. Á ég von á því að úr verði meistararitgerð í félagsvísindum. Hér kemur útdráttur um helstu niðurstöður:“. Brynjar Níelsson.
  21. Brynjar Níelsson (3 2022). „Það er fátt skemmtilegra en að kíkja á umræðurnar á vef Sósíalistaflokksins. Skiptir ekki máli hvort félagarnir eru ungir eða reynslumiklir og hafa lifað tímanna tvenna, langskólagengnir eða ómenntaðir, allir eru þeir meira og minna úr tengslum við veruleikann. Svona hópur virkar á mann eins og sértrúasöfnuður sem hefur gjörsamlega málað sig út í horn“. Brynjar Níelsson.
  22. Brynjar Níelsson (4 2022). „Ofbeldisumræðan hefur þróast mjög hratt hér á landi og ofbeldishugtakið verið víkkað talsvert út frá því áður var. Hefur eiginlega þróast með svipuðum hætti og umræðan um um umhverfis- og loftslagsmál. Nú er svo komið að almenn leiðindi telst ofbeldi, sem er ekki gott fyrir mig. Ég er fullur iðrunar og ætla því að nota tækifærið að biðja landsmenn afsökunar á öllum þessum leiðindum árum saman“. Brynjar Níelsson.
  23. Brynjar Níelsson (4 2022). „Þeim fjölgar mjög sem sjá skrattann í hverju horni og líta á alla aðra en sjálfan sig sem rasista og spillta niður í tær. Þetta fólk á það sameiginlegt að vera stíflað úr frekju, reitt og kímnigáfan í slöku meðallagi og jafnvel ekki mælanleg. Það yfirtekur samfélagsmiðlana og les helst ekki aðra miðla en Stundina, RUV...“. Brynjar Níelsson.
  24. Brynjar Níelsson (4 2022). „Gaslýsing er nýyrði og þekkt sem gaslighting á ensku, sem Doddi á Kjarnanum notar gjarnan þegar hann er kominn út í horn í rökræðunni. Ég er ekki sérfræðingur í gaslýsingafræðum en gæti ímyndað mér að það orð ætti vel við“. Brynjar Níelsson.
  25. Brynjar Níelsson (2 2022). „Ungliðahreyfingar Pírata, Samfylkingar, Sósíalista, Viðreisnar og Vinstri grænna hafa boðað til mótmæla á Austurvelli í dag. Mótmæla á að lögreglan á Norðurlandi Eystra skuli kalla til yfirheyrslu fjölmiðlafólk fyrir gagnrýna umfjöllun með erindi til almennings er óásættanleg skerðing á tjáningarfrelsi, eins og segir í fundarboði. Ætla má að þessi mótmæli séu með samþykki og velþóknun forystu þessara flokka“. Brynjar Níelsson.
  26. Brynjar Níelsson (2 2022). „Nú ætla ég að hvíla mig á sjálfhverfum fjölmiðlamönnum sem trúa því að lögreglan sé að ónáða þá í annarlegum tilgangi eða sér til skemmtunar og fjalla um prófkjör sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu“. Brynjar Níelsson.
  27. Brynjar Níelsson (3 2022). „Það er erfitt að vera vinstri maður þegar veruleikinn bankar upp á. Frá því að ég man eftir mér hafa íslenskir vinstri menn kennt Bandaríkjamönnum, NATO og Ísrael um allt sem aflaga hefur farið í heiminum. Innrásir gömlu Sovétríkjanna í nágrannalöndin, stríð milli landa í mið-austurlöndum og borgarastyrjaldir þar og hryðjuverk islamista voru þessum, þjóðum að kenna. Meira að segja báru þær ábyrgð á hryðjuverkum Rauðu herdeildanna og Bader-Meinhof samtakanna á áttunda áratug síðustu aldar. Auðvaldsskipulagið knúði þetta fólk með fallegu hugsjónina til voðaverka“. Brynjar Níelsson.
  28. „Brynjar Níelsson blandar sér í umræðu um sölu Íslandsbanka: „Varlega í söluferli sumarhúsanna". Mannlíf.is. 25. mars 2022. Sótt 3. maí 2022.
  29. Svanur Már Snorrason (26. maí 2022). „Þrándur málar Jón Gunnarsson sem nasista - Sjáið myndina!“. Mannlíf.is. Sótt 4. nóvember 2022.
  30. Brynjar Níelsson (10 2022). „Nú vill svo til að við höfum dómsmálaráðherra sem fer ekki kringum hlutina eins og köttur kringum heitan graut og stingur ekki hausnum í sandinn og vonar að hlutirnir leysist af sjálfu sér. Ráðherrann hefur bent á mikinn vanda í hælisleitendakerfinu og talið sér það rétt og skylt að upplýsa um hann og bregðast við“. Brynjar Níelsson.
  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.