1611
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1611 (MDCXI í rómverskum tölum) var ellefta ár 17. aldar og hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en á þriðjudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 3. maí - Kalmarófriðurinn braust út milli Danmerkur og Svíþjóðar þegar Danir settust um borgina Kalmar með 6000 manna lið.
- Júní - Tveir frísneskir stjörnufræðingar, David og Johannes Fabricius, gáfu út niðurstöður athugana sinna á sólblettum með sjónauka.
- 2. ágúst - Thomas Gates tók við stjórn virkisins í Jamestown.
- September - Thomas Dale stofnaði bæinn Henricus ásamt 350 öðrum landnemum.
- 30. október - Gústaf Adolf 2. varð konungur Svíþjóðar.
- 1. nóvember - Leikrit Shakespeares, Ofviðrið, var sýnt í fyrsta skipti í Whitehall-höll í London.
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- Morðbréfamálið: Guðbrandur Þorláksson, Hólabiskup, stefndi lögréttumanninum Jóni Ólafssyni fyrir falsanir og vændi Jón Sigurðsson, lögmann, um hórdómsbrot. Honum var gert að sættast við þann síðarnefnda á Alþingi um sumarið.
- Rúdolf 2. keisari lét bróður sínum, Matthíasi, eftir konungdæmið í Bæheimi.
- Go-Mizunoo varð Japanskeisari.
- Jón lærði Guðmundsson kvað Fjandafælu til að kveða niður drauga sem stunduðu grjót- moldar- og beinakast á Stað á Snæfjallaströnd.
- Jakobsbiblían var fyrst gefin út í Englandi.
- George Abbot varð erkibiskup í Kantaraborg.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 28. janúar - Johannes Hevelius, pólskur borgarstjóri Gdańsk og kortagerðarmaður (d. 1687).
- 16. maí - Innósentíus 11. páfi (d. 1689).
- 1. september - William Cartwright, enskt leikskáld og predikari (d. 1943).
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- (líklega) D'Artagnan, skytta Frakkakonungs (d. 1673).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 20. ágúst - Tomás Luis de Victoria, spænskt tónskáld (f. 1548).
- 30. október - Karl 9., Svíakonungur (f. 1550).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Ónafngreindur maður tekinn af lífi fyrir morð framið í Steingrímsfirði, Strandasýslu.
- Tveir menn, ónafngreindir, teknir af lífi fyrir morð á syni bóndans að Vindifelli í Vopnafirði.[1]
- Sigríður Halldórsdóttir og Jón Oddsson, mágur hennar, tekin af lífi í Dalasýslu fyrir dulsmál, henni drekkt í Gerðarlæk á Ballarárþingi.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Í annálum fer tveimur sögum af því hvaða ár þetta var, 1611 eða 1627.
- ↑ Upplýsingar um aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, þá ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.