Albert Speer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Albert Speer
Albert Speer Neurenberg.JPG
Albert Speer við Nürnberg-réttarhöldin.
Ráðherra þýskrar hergagnaframleiðslu
Í embætti
8. febrúar 1942 – 23. apríl 1945
Persónulegar upplýsingar
Fædd(ur)

10. mars 1905

Mannheim, þýska keisaraveldinu
Dáin(n)

1. september 1981 (76 ára)

London, Bretlandi
Stjórnmálaflokkur Nasistaflokkurinn
Maki Margarete Weber (1928–1981)
Börn 6
Háskóli Tækniháskóli Berlínar, Tækniháskóli München, Tækniháskóli Karlsruhe
Starf Arkitekt
Undirskrift

Berthold Konrad Hermann Albert Speer (10. mars 1905 – 1. september 1981) var þýskur arkitekt sem var mestalla seinni heimsstyrjöldina ráðherra hergagnaframleiðslu í Þýskalandi nasismans. Speer var höfuðarkitekt Adolfs Hitler áður en hann varð ráðherra. Speer fékk viðurnefnið „Nasistinn sem baðst afsökunar“ eftir að hann viðurkenndi hlutdeild sína í glæpum Nasista í Nürnberg-réttarhöldunum og skrifaði endurminningar sínar um glæpina, þar sem hann sagðist þó ekki hafa vitað af Helförinni.

Speer gekk til liðs við Nasistaflokkinn árið 1931 og hóf þar með fjórtan ára stjórnmálaferil. Hæfileikar hans sem arkitekt gerðu hann sífellt mikilvægari innan flokksins og hann varð brátt einn af nánustu samstarfsmönnum Hitlers. Hitler skipaði honum að hanna og byggja ný mannvirki á borð við nýja kanslaraskrifstofu og Zeppelinfeld-völlinn í Nürnberg þar sem flokkurinn hélt fjöldasamkomur sínar. Speer lagði einnig drög að áætlunum um að endurbyggja Berlín í stórum stíl með fjölda mannvirkja, breiðgatna og endurskipulags samgöngukerfis.

Í febrúar árið 1942 útnefndi Hitler Speer ráðherra hergagnaframleiðslu. Honum var hrósað fyrir að gera „hergagnakraftaverk“ þar sem stríðsiðnaður Þýskalands fór á flug. Þetta kraftaverk leið þó undir lok sumarið 1943 þegar Bandamenn hófu að varpa sprengjum á Ruhr-hérað.

Eftir stríðið var réttað yfir Speer í Nürnberg og hann dæmdur til 20 ára fangelsisvistar fyrir hlutverk sitt í Nasistastjórninni, sér í lagi fyrir að notfæra sér nauðungarvinnu í verkefnum sínum. Þrátt fyrir þrálátar tilraunir hans til að vera leystur snemma úr haldi afplánaði Speer að endingu alla fangavistina, aðallega í Spandau-fangelsi í Vestur-Berlín. Eftir að hann var leystur úr haldi árið 1966 gaf Speer út tvær metsölubækur um ævi sína, Inni í þriðja ríkinu og Spandau: Leynidagbækurnar þar sem hann ritaði um persónusamband sitt við Hitler og gaf lesendum og sagnfræðingum nýja sýn á innviði Nasistastjórnarinnar. Hann skrifaði seinna þriðju bókina, Innbrot, um Schutzstaffel-sveitirnar. Speer lést úr heilablóðfalli árið 1981 í London.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist