Fara í innihald

Moldóva í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Moldóva

Sjónvarpsstöð Teleradio-Moldova (TRM)
Söngvakeppni Finala națională
Ágrip
Þátttaka 16 (11 úrslit)
Fyrsta þátttaka 2005
Besta niðurstaða 3. sæti: 2017
Núll stig Aldrei
Tenglar
Síða Moldóvu á Eurovision.tv

Moldóva hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 16 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 2005. Besta niðurstaða landsins er þriðja sæti með SunStroke Project og laginu „Hey, Mamma!“ árið 2017.

Fyrsta þátttaka Moldóvu árið 2005 reyndist árangursrík þar sem að Zdob și Zdub endaði í sjötta sæti. Landið hefur einnig endað í topp-10 með Natalia Barbu (2007) og DoReDoS (2018) í tíunda sæti. Moldóva hefur keppt í aðalkeppninni í 11 skipti.

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)

[breyta | breyta frumkóða]
Merkingar
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
2005 Zdob și Zdub Boonika bate doba enska, rúmenska 6 148 2 207
2006 Arsenium með Natalia Gordienko & Connect-R Loca enska, spænska 20 22 Topp 11 árið fyrr [a]
2007 Natalia Barbu Fight enska 10 109 10 91
2008 Geta Burlacu A Century of Love enska Komst ekki áfram 12 36
2009 Nelly Ciobanu Hora din Moldova rúmenska, enska 14 69 5 106
2010 SunStroke Project & Olia Tira Run Away enska 22 27 10 52
2011 Zdob și Zdub So Lucky enska 12 97 10 54
2012 Pasha Parfeny Lăutar enska 11 81 5 100
2013 Aliona Moon O mie rúmenska 11 71 4 95
2014 Cristina Scarlat Wild Soul enska Komst ekki áfram 16 13
2015 Eduard Romanyuta I Want Your Love enska 11 41
2016 Lidia Isac Falling Stars enska 17 33
2017 SunStroke Project Hey, Mamma! enska 3 374 2 291
2018 DoReDoS My Lucky Day enska 10 209 3 235
2019 Anna Odobescu Stay enska Komst ekki áfram 12 85
2020 Natalia Gordienko Prison enska Keppni aflýst [b]
2021 Natalia Gordienko Sugar enska 13 115 7 179
2022 [1] Zdob și Zdub & Frații Advahov [2] Trenulețul rúmenska, enska Væntanlegt
  1. Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp 10 löndin, ásamt Stóru-Fjóru löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp 10 sætanna, fengju löndin í 11. og 12. sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp 10.
  2. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
  1. „REVEALED: the 41 countries joining Eurovision in Turin 2022“. Eurovision.tv. EBU. 20. október 2021. Afrit af uppruna á 20. október 2021. Sótt 20. október 2021.
  2. Farren, Neil (29. janúar 2022). „🇲🇩 Moldova: Zdob și Zdub & Fratii Advahov to Eurovision 2022“. Eurovoix (bresk enska). Sótt 29. janúar 2022.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.