Aserbaísjan í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aserbaísjan

EuroAzerbaiyán.svg

Sjónvarpsstöð İTV
Söngvakeppni Engin (2015–)
Ágrip
Þátttaka 13 (12 úrslit)
Fyrsta þátttaka 2008
Besta niðurstaða 1. sæti: 2011
Núll stig Aldrei
Tenglar
Síða Aserbaísjans á Eurovision.tv

Aserbaísjan hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 13 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 2008, eftir að İTV varð meðlimur í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (SES/EBU). Aserbaísjan var seinasta landið á Kákasus svæðinu til að taka þátt í keppninni en það fyrsta til að sigra.

Aserbaísjan vann keppnina árið 2011, þegar Ell & Nikki fluttu „Running Scared“. Lagið setti met í lægstu meðal stigagjöf fyrir sigurlag undir 12-stiga kerfinu, með aðeins 5,26 stig frá hverju landi. Landið náði topp 5 niðurstöðu fimm ár í röð á árunum 2009 til 2013; 3. sæti (2009), 5. sæti (2010) fyrir sigurinn og 4. sæti (2012) og 2. sæti (2013) eftir sigurinn. Aserbaísjan komst ekki í úrslit í fyrsta sinn árið 2018.

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)[breyta | breyta frumkóða]

Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
2008 Elnur & Samir Day After Day enska 8 132 6 96
2009 Aysel & Arash Always enska 3 207 2 180
2010 Safura Drip Drop enska 5 145 2 113
2011 Ell & Nikki Running Scared enska 1 221 2 122
2012 Sabina Babayeva When the Music Dies enska 4 150 Sigurvegari 2011 [a]
2013 Farid Mammadov Hold Me enska 2 234 1 139
2014 Dilara Kazimova Start a Fire enska 22 33 9 57
2015 Elnur Hüseynov Hour of the Wolf enska 12 49 10 53
2016 Samra Miracle enska 17 117 6 185
2017 Dihaj Skeletons enska 14 120 8 150
2018 Aisel X My Heart enska Komst ekki áfram 11 94
2019 Chingiz Truth enska 8 302 5 224
2020 Efendi Cleopatra enska [b] Keppni aflýst [c]
2021 Efendi Mata Hari enska [d] 20 65 8 138
2022 Þátttaka staðfest [1]
  1. Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
  2. Inniheldur japönsku þuluna „Namu Myōhō Renge Kyō“.
  3. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.
  4. Inniheldur orð á asersku.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „REVEALED: the 41 countries joining Eurovision in Turin 2022“. Eurovision.tv. EBU. 20 October 2021. Afrit from the original on 20. október 2021. Sótt 20 October 2021.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.