Kristjana Stefánsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kristjana Stefánsdóttir (f. 25. maí 1968) er íslensk jasssöngkona, fædd og uppalin á Selfossi en býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur komið fram með hljómsveitum á borð við Stórsveit Reykjavíkur ásamt því að starfa sem tónlistarstjóri í leikhúsi og tónskáld.

Nám[breyta | breyta frumkóða]

Kristjana lauk námi í jasssöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi árið 2000. Áður hafði hún lokið söngnámi við Söngskólann í Reykjavík og sótt einkatíma hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Auk þess að nema söngtækni hjá Cathrine Sadolin í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn 2005.

Tónlistarferill[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta geislaplata hennar „Ég verð heima um jólin“ kom út árið 1996. Á þeirri plötu voru gestasöngvarar Páll Óskar Hjálmtýsson og Emilíana Torrini. Síðan þá hefur hún hljóðritað fjölda platna í eigin nafni. Það á meðal hljóðritaði hún 24 íslensk jazzsönglög á plötunni „Hvar er tunglið“ sem kom út árið 2006 og inniheldur tónlist Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar.

Hún syngur reglulega með Stórsveit Reykjavíkur og hefur unnið meðal annars með stjórnendunum á borð við Daniel Nolgard og Ole Kock Hansen. Hún hefur haldið tónleika víða erlendis meðal annars í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Kristjana hefur í seinni tíð unnið meira með frumsamda tónlist og útsetningar auk þess að starfa við upptökustjórn á söng. Kristjana hefur starfað sem tónlistarstjóri og útsetjari fyrir Borgarleikhúsið í nokkur ár.

Kristjana hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar. Árið 2009 hlaut hún Grímuverðlaunin ásamt kollegum sínum fyrir sýninguna Jesú litla og var einnig tilnefnd til fyrir tónlist sína og söng í sýningunni.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

 • 2012 Kristjana Stefáns BEZT Safndiskur með upptökum frá 1993-2011. Dimma ehf.
 • 2011 Glæður Dúetta samstarf með söngvaskáldinu Svavari Knút. Dimma ehf
 • 2011 Galdrakarlinn í Oz- Tónlistin úr leiksýningunni. Útsetningar Kristjana Stefánsdóttir. 12 Tónar ehf.
 • 2008 Better Days Blues Sólóplata með frumsömdu efni í bland við annað, Dimma ehf
 • 2007 Kristjana and Agnar BEST (Safndiskur með bestu upptökum Kristjönu og Agnars Más gefin út í Kóreu)
 • 2006 Hvar er tunglið? Kristjana syngur lög Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, Dimma ehf
 • 2005 Ég um þig Kristjana og Agnar, Drew Gress og John Hollenbeck, Dimma ehf
 • 2005 Jól Tríó Björns Thoroddsen flytur þekkt jólalög í eigin útsetningum. JR Music ehf
 • 2003 Í Reykjavíkurborg Ýmsir með Stórsveit Reykjavíkur, útsetningar eftir Veigar Margeirsson.
 • 2002 Fagra veröld Lög Sunnu Gunnlaugsdóttur við ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Stein Steinarr, Sigurbjörgu Þrastardóttur og fleiri.
 • 2002 Guðmundar vaka Upptökur frá minnigartónleikum Guðmundar Ingólfssonar á Jasshátíð Reykjavíkur 2001.
 • 2001 Kristjana Sólóplata. (útgefin í Japan 2005)
 • 1996 Ég verð heima um jólin Kvartett Kristjönu Stefáns (endurútgefið 2006 hjá Dimmu ehf)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.