Sigmar Guðmundsson
Sigmar Guðmundsson (f. 7. apríl 1969) er íslenskur blaðamaður sem hefur um árabil unnið hjá hinum ýmsu ljósvakamiðlum. Á menntaskólaárum tók hann þátt í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi (Morfís) fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ og var valinn ræðumaður Íslands árin 1988 og 1990. Fjölmiðlaferil sinn hóf hann í útvarpi á X-inu og Aðalstöðinni, en hefur frá miðbiki tíunda áratugsins að mestu unnið á RÚV fyrir utan tveggja ára vistar á Stöð 2 um aldamótin.[1] Innan veggja RÚV hefur hann unnið við hina ýmsa dagskrárgerð, til að mynda sem blaðamaður í Kastljósi og spyrill, bæði í Gettu Betur árin 2006-2008 og í Útsvari árin 2007-2017 (ásamt Þóru Arnórsdóttur). Í dag sér hann um þáttinn Okkar á milli og Morgunútvarp Rásar 2.
- ↑ „Skaphundur sem er hættur að móðga fólk“. K100. Sótt 10. apríl 2020.