Systur
Útlit
Systur | |
---|---|
Upplýsingar | |
Önnur nöfn |
|
Uppruni | Reykjavík, Ísland |
Ár | 2011–í dag |
Stefnur | Þjóðlagatónlist |
Meðlimir |
|
Systur eða Sigga, Beta og Elín eru Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur. Þær byrjuðu aða skapa saman tónlist 2011 undir nafninu Sísý Ey og gáfu meðal annars út raftónlistarsmellinn „Ain't Got Nobody“ árið 2013 í samstarfi við DJ Oculus.
Árið 2022 unnu þær Söngvakeppnina með þjóðlagakennda laginu „Með hækkandi sól“ (sem Lay Low samdi) og kepptu fyrir Íslands hönd í Tórínó undir nafninu Systur. Þær komust áfram í undankeppninni og lentu í 23. sæti í lokakeppninni.
Systurnar eru af tónlistarfjölskyldu en foreldrar þeirra eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Móðurbróðir þeirra er KK.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Smáskífur
[breyta | breyta frumkóða]- „Bounce from the Bottom“ (sem Tripolia) (2017)
- „Með hækkandi sól“ (2022)
- „Dusty Road“ (2022)
- „Goodbye“ (2022)
- „Furðuverur“ (2023)