Besti árangur landsins var árið 2006 þegar Hari Mata Hari endaði í þriðja sæti með laginu „Lejla“. Það er í eina skipti sem að landið hefur endað í topp-5. Aðrar niðurstöður innan topp-10 eru Dino Merlin í sjöunda sæti (1999), Deen í níunda sæti (2004), Laka í tíunda sæti (2008), Regina í níunda sæti (2009) og Dino Merlin í sjötta sæti (2011). Eftir 2012 tók Bosnía og Hersegóvína aftur þátt í keppninni árið 2016, þar sem að landið komst ekki áfram í fyrsta sinn. Síðan þá hefur landið dregið sig úr keppni.
↑ 2,02,1Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.