Fara í innihald

Bosnía og Hersegóvína í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bosnía og Hersegóvína

Sjónvarpsstöð BHRT
Söngvakeppni Engin (–2016)
Ágrip
Þátttaka 19 (18 úrslit)
Fyrsta þátttaka 1993
Besta niðurstaða 3. sæti: 2006
Núll stig Aldrei
Tenglar
Síða BHRT
Síða Bosníu og Hersegóvínu á Eurovision.tv

Bosnía og Hersegóvína hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 19 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1993, eftir að hafa endað í öðru sæti í undankeppninni Kvalifikacija za Millstreet. Fram að 1993 keppti Bosnía og Hersegóvína sem hluti af Júgóslavíu.

Besti árangur landsins var árið 2006 þegar Hari Mata Hari endaði í þriðja sæti með laginu „Lejla“. Það er í eina skipti sem að landið hefur endað í topp-5. Aðrar niðurstöður innan topp-10 eru Dino Merlin í sjöunda sæti (1999), Deen í níunda sæti (2004), Laka í tíunda sæti (2008), Regina í níunda sæti (2009) og Dino Merlin í sjötta sæti (2011). Eftir 2012 tók Bosnía og Hersegóvína aftur þátt í keppninni árið 2016, þar sem að landið komst ekki áfram í fyrsta sinn. Síðan þá hefur landið dregið sig úr keppni.

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir þátttöku undan 1993, sjá Júgóslavía í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Merkingar
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
1993 Fazla Sva bol svijeta bosníska 16 27 2 [a] 52 [a]
1994 Alma Čardžić & Dejan Lazarević Ostani kraj mene bosníska 15 39 Engin undankeppni
1995 Davorin Popović Dvadeset prvi vijek bosníska 19 14
1996 Amila Glamočak Za našu ljubav bosníska 22 13 21 29
1997 Alma Čardžić Goodbye bosníska 18 22 Engin undankeppni
1999 Dino & Beatrice Putnici bosníska, franska 7 86
2001 Nino Pršeš Hano bosníska, enska 14 29
2002 Maja Na jastuku za dvoje (На јастуку за двоје) serbneska, enska 13 33
2003 Mija Martina Ne brini króatíska, enska 16 27
2004 Deen In the Disco enska 9 91 7 133
2005 Feminnem Call Me enska 14 79 Topp 12 árið fyrr [b]
2006 Hari Mata Hari Lejla bosníska 3 229 2 267
2007 Marija Šestić Rijeka bez imena (Ријека без имена) serbneska 11 106 Topp 10 árið fyrr [b]
2008 Laka Pokušaj bosníska 10 110 9 72
2009 Regina Bistra voda bosníska 9 106 3 125
2010 Vukašin Brajić Thunder and Lightning enska 17 51 8 59
2011 Dino Merlin Love in Rewind enska, bosníska 6 125 5 109
2012 Maya Sar Korake ti znam bosníska 18 55 6 77
2016 Dalal & Deen með Ana Rucner & Jala Ljubav je bosníska Komst ekki áfram 11 104
Engin þátttaka síðan 2016 (8 ár)
  1. 1,0 1,1 Kvalifikacija za Millstreet var undankeppnin fyrir keppnina árið 1993.
  2. 2,0 2,1 Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.